Alþjóðabankinn um Kína: Þetta gengur ekki lengur 28. febrúar 2012 00:28 Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Alþjóðabankinn segir að kínverska hagkerfið standi nú á tímamótum og þurfi að aðlaga sig að hefðbundnum frjálsum alþjóðaviðskiptum ef ekki á illa að fara. Þetta kemur fram í skýrslu sem Alþjóðabankinn hefur unnið um stöðu mála í Kína, en vitnað er til hennar í frétt á vef breska ríkisútvarpsins BBC í kvöld. Í skýrslunni segir að kínverska hagkerfið sé ósjálfbært og þörf sé á endurskipulagningu þess sem allra fyrst. Einkum og sér í lagi til þess að laga það að alþjóðlegum leikreglum viðskipta. Robert Zoellick, stjórnarformaður Alþjóðabankans, segir í skýrslunni að hann hafi verulegar áhyggjur af stöðu mála og aðgerðir þoli enga bið. "Núna þarf að grípa til áður en atburðir koma upp sem gera stöðuna erfiðari," segir Zoellick. Einkum snúa áhyggjurnar af því að félagslegt kerfi í Kína er ófullkomið og ekki fyrir alla íbúa. Þá er ríkið sjálft umfangsmikið í margvíslegum rekstri og stýrir meira og minna öllum framgangi efnahagslífsins. Alþjóðabankinn hefur ekki síst áhyggjur af þessu, þar sem ríkið geti ekki viðhaldið 10 prósent hagvexti árlega lengur, og því þurfi að opna landið fyrir erlendri fjárfestingu sem byggi á áhuga þeirra sem fjárfesta en ekki geðþóttaákvörðunum kínverskra stjórnvalda. Þá þurfi að herða tökin á ríkisfjármálunum til þess að hindra að of mikil skuldsetning dragi hratt úr hagvexti. "Heimurinn allur er undir hvað þessi mál varðar," segir Zoellick í skýrslunni.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira