Eignir Carlos Slim á við sex árlegar landsframleiðslur Íslands 29. febrúar 2012 06:45 Carlos Slim er langsamlega ríkasti maður heims, samkvæmt uppfærðum lista Forbes tímaritsins. Ríkasti maður veraldar, samkvæmt uppfærðum lista Forbes, er Mexíkóinn Carlos Slim. Eignir hans eru metnar á 74 milljarðar dollara, eða sem nemur ríflega níu þúsund milljörðum króna. Það jafnast á við sex árlegar landsframleiðslur Íslands. Slim er í dag langsamlega ríkasti maður heims en næsti maður á eftir honum, Bill Gates stjórnarformaður Microsoft, er talinn eiga eignir upp á 56 milljarða dollara. Slim stækkaði eignasafn sitt um 20,5 milljarða dollara í fyrra sem kom mörgum á óvart. Þar vega þungt fasteignaverkefni hans í Mexíkó og námuiðnaður víða í Suður-Ameríku. En eignasafn hans í skráðum félögum í Mexíkó ávaxtaðist um 19 prósent í fyrra. Kjarnastarfsemi hans byggir á fjarskiptafyrirtækjum í Suður-Ameríku, en Slim og fjölskylda hans á 62 prósent hlut í America Movil, sem er stærsta fjarskiptafyrirtækið í Mexíkó. Slim er meðal stærstu eiganda bandaríska stórblaðsins The New York Times auk þess að vera stærsti einstaki hluthafi Saks smásölukeðjunnar. Að öðru leyti hefur hann ekki mikið fjárfest í bandarísku efnahagslífi. Slim opnaði nýlega stærsta listaverkasafn Mexíkó, Soumaya safnið. Á því er finna marga verðmæta dýrgripi en Slim ákvað að hafa frítt inn allt árið um kring fyrir almenning í Mexíkó. Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkasti maður veraldar, samkvæmt uppfærðum lista Forbes, er Mexíkóinn Carlos Slim. Eignir hans eru metnar á 74 milljarðar dollara, eða sem nemur ríflega níu þúsund milljörðum króna. Það jafnast á við sex árlegar landsframleiðslur Íslands. Slim er í dag langsamlega ríkasti maður heims en næsti maður á eftir honum, Bill Gates stjórnarformaður Microsoft, er talinn eiga eignir upp á 56 milljarða dollara. Slim stækkaði eignasafn sitt um 20,5 milljarða dollara í fyrra sem kom mörgum á óvart. Þar vega þungt fasteignaverkefni hans í Mexíkó og námuiðnaður víða í Suður-Ameríku. En eignasafn hans í skráðum félögum í Mexíkó ávaxtaðist um 19 prósent í fyrra. Kjarnastarfsemi hans byggir á fjarskiptafyrirtækjum í Suður-Ameríku, en Slim og fjölskylda hans á 62 prósent hlut í America Movil, sem er stærsta fjarskiptafyrirtækið í Mexíkó. Slim er meðal stærstu eiganda bandaríska stórblaðsins The New York Times auk þess að vera stærsti einstaki hluthafi Saks smásölukeðjunnar. Að öðru leyti hefur hann ekki mikið fjárfest í bandarísku efnahagslífi. Slim opnaði nýlega stærsta listaverkasafn Mexíkó, Soumaya safnið. Á því er finna marga verðmæta dýrgripi en Slim ákvað að hafa frítt inn allt árið um kring fyrir almenning í Mexíkó.
Mest lesið Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Viðskipti innlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Viðskipti innlent Spá hressilegri vaxtalækkun Viðskipti innlent Snjallsímar tróna enn á toppnum í jólakönnun ELKO Samstarf Fleiri fréttir Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira