Iceland Foods komin í útrás til Austur-Evrópu 29. febrúar 2012 07:39 Breska verslunarkeðjan Iceland Foods er komin í útrás til Austur-Evrópu. Þegar hefur ein verslun verið opnuð í Tékklandi. Verslunin sem hér um ræðir var opnuð í síðasta mánuði í borginni Pilsen og er hún rúmlega 800 fermetrar að stærð. Í fréttum í breskum fjölmiðlum kemur fram að verslun þessi hafi verið sett upp í samstarfi við tékknesku verslunarkeðjuna Czechfrost. Verið er að leita að fleiri hentugum staðsetningum fyrir Iceland verslanir í landinu. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að reynslan af þessari verslun í Tékklandi sé þegar orðin svo góð að Iceland sé að leita hófana á fleiri mörkuðum í Austur Evrópu, að minnsta kosti bæði í Póllandi og Ungverjalandi. Pólskir fjölmiðlar hafa greint frá þessum áhuga Iceland þarlendis en keðjunni hefur enn ekki tekist að útvega sér viðskiptafélaga í Póllandi. Walker á sem kunnugt er í samningum við slitastjórnir Landsbankans og Glitnis um kaupin á Iceland Foods. Meðal þeir sem leggja Walker til fjármagn eru Landmark verslunarkeðjan, Lord Kirkham sem er stjórnarformaður DFS húsgagnakeðjunnar og suður-afríski fjárfestingasjóðurinn Brait. Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Breska verslunarkeðjan Iceland Foods er komin í útrás til Austur-Evrópu. Þegar hefur ein verslun verið opnuð í Tékklandi. Verslunin sem hér um ræðir var opnuð í síðasta mánuði í borginni Pilsen og er hún rúmlega 800 fermetrar að stærð. Í fréttum í breskum fjölmiðlum kemur fram að verslun þessi hafi verið sett upp í samstarfi við tékknesku verslunarkeðjuna Czechfrost. Verið er að leita að fleiri hentugum staðsetningum fyrir Iceland verslanir í landinu. Malcolm Walker forstjóri Iceland segir að reynslan af þessari verslun í Tékklandi sé þegar orðin svo góð að Iceland sé að leita hófana á fleiri mörkuðum í Austur Evrópu, að minnsta kosti bæði í Póllandi og Ungverjalandi. Pólskir fjölmiðlar hafa greint frá þessum áhuga Iceland þarlendis en keðjunni hefur enn ekki tekist að útvega sér viðskiptafélaga í Póllandi. Walker á sem kunnugt er í samningum við slitastjórnir Landsbankans og Glitnis um kaupin á Iceland Foods. Meðal þeir sem leggja Walker til fjármagn eru Landmark verslunarkeðjan, Lord Kirkham sem er stjórnarformaður DFS húsgagnakeðjunnar og suður-afríski fjárfestingasjóðurinn Brait.
Mest lesið Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira