Fimm lið gætu keppt um heimsmeistaratitilinn í Formúlu eitt í ár Birgir Þór Harðarson skrifar 14. febrúar 2012 22:15 Liðin hafa í mörg horn að líta á æfingatímabilinu. AP images Keppnisliðin í Formúlu 1 luku fyrstu æfingalotu sinni á Jerez brautinni á Spáni í síðustu viku. Niðustöður æfingana gefa til kynna að tímabilið í ár verður spennandi og telja sérfræðingar fimm lið eiga möguleika á að keppast um titilinn. Liðin munu næst mæta með keppnisbíla sína til Barcelona í lok febrúar og æfa þar. Bruno Senna ók flesta hringi á nýafstöðnum æfingum á Jerez brautinni á Spáni eða 250 í nýjum Williams bíl. Hann segir hins vegar erfitt að staðsetja liðin og bera saman við önnur. "Ég held að við stöndum jafnfætis hinum liðunum um miðja deild," sagði Senna í samtali við Autosport. "Við munum samt geta skilgreint okkur nánar þegar liðin gera hefðbundnari prófanir." Williams liðið upplifði sitt versta tímabil í fyrra og vonast til að rífa sig upp í ár eftir nokkuð erfitt skeið. Æfingar liðana eru mjög markvissar og miðast að því að fullkomna tækin sem þau hafa framleitt í vetur. Liðin reyna að öðlast meiri þekkingu og hámarka virkni nýrra dekkja, fjöðrunar, vélar og gírkassa. "Við reyndum mikið af nýjum hlutum í bílnum og náðum að bæta áhrif akstursins á dekkin. Megin markmiðið með æfingunum á Jerez var að öðlast meiri skilning á bílnum," bætti Senna við. Vísir hefur tekið saman niðustöður toppliðana eftir fyrstu æfingalotuna. Red Bull - Renault Mark Webber var fljótari en liðsfélagi sinn á æfingunum í Jerezap imagesRed Bull átti nokkuð rólega æfingalotu á Jerez á nýja RB8 bílnum. Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber áttu aldrei besta tíma dagsins þessa fjóra daga en voru þó alltaf ofarlega á blaði. Athygli vekur að Mark Webber átti betri tíma í Red Bull bílnum en liðsfélagi sinn en áragnur Vettels í tímatökum í fyrra var einstakur, raunar sló hann met Nigels Mansell síðan 1992 yfir fjölda ráspóla á einu tímabili. Fyrirfram var búist við því að Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull, myndi kynna til leiks róttækar breytingar og uppfærslur á bílnum en svo er ekki. Það er þó hægt að fela margt undir húddinu, svo við skulum heldur spyrja að leikslokum. McLaren - Mercedes McLaren MP4-27 bíllinn virðist vera á pari við Red Bull bílinnap imagesÞeir Lewis Hamilton og Jenson Button áttu, eins og keppinautar þeirra hjá Red Bull, mjög rólega æfingalotu. MP4-27 bíllinn sem liðið mun koma til með að nota kom vel út, virðist áræðanlegur og traustur. Þeir voru í mikið betri málum en í fyrra þegar liðið upplifði eitt erfiðasta undirbúningstímabil í sögu þess. Hamilton var þó mikið fjótari en liðsfélagi sinn í einstökum hring en athuga verður að margar skýringar geta verið á því og erfitt að draga af því ályktanir. FerrariFelipe Massa féll algerlega í skuggan af liðsfélaga sínum á æfingunum á Jerezap imagesÞeir rauðu frá Ítalíu eru í vandræðum að sögn Pat Fry, tæknistjóra liðsins. F2012 bíllinn stóðst ekki væntingarnar sem liðið gerði til hans á æfingunum þó Fernando Alonso hafi sett besta tíma á loka degi. Þeir Alonso og Felipe Massa áttu erfiða viku um borð í bílnum við að reyna að skilja og koma auga á vandamálin sem hrjá hann. Næstu vikur verða örugglega mjög strembnar fyrir Ferrari liðið við að reyna að koma hlutunum í stand. Við skulum þó ekki gleyma að ef eitthvað lið getur bjargað slíku þá er það Ferrari. MercedesGamli góði Bensinn kom Rosberg og Schumacher á toppinn í Jerez.ap imagesMichael Schumacher og Nico Rosberg óku bíl síðasta árs á æfingunum á Jerez. Það kom því ekki mikið á óvart að fullmótaður bíllinn ætti besta einstaka hringtíma síðustu viku ásamt því að vera fljótastur fyrstu dagana. Mercedes mun frumsýna nýjan bíl við upphaf næstu æfingalotu í Barcelona í lok mánaðarins. Spennandi er að sjá hvaða tæki Schumacher fær til að hefja síðasta ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Lotus-RenaultKimi Raikkönen snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru.ap imagesHinn finnski Kimi Raikkönen snéri aftur eftir tveggja ára fjarveru frá Formúlu 1 með því að setja besta tíma á fyrsta æfingadeginum. Lotus bíllinn lítur mjög vel út og virðist vera mjög sterkur. Liðsfélagi Kimi er Roman Grosjean og sá setti besta tíma allra 2012 bíla á Jerez í síðustu viku. Sérfræðingar tala um að bílinn sé bæði áræðanlegur og fljótur, hin fullkomna blanda mundi einhver segja. Ef Lotus liðið nær að byggja á forskotinu sem þeir eru greinilega með er allt eins mögulegt að Kimi standi á verðlaunapalli í ár. Formúla Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Keppnisliðin í Formúlu 1 luku fyrstu æfingalotu sinni á Jerez brautinni á Spáni í síðustu viku. Niðustöður æfingana gefa til kynna að tímabilið í ár verður spennandi og telja sérfræðingar fimm lið eiga möguleika á að keppast um titilinn. Liðin munu næst mæta með keppnisbíla sína til Barcelona í lok febrúar og æfa þar. Bruno Senna ók flesta hringi á nýafstöðnum æfingum á Jerez brautinni á Spáni eða 250 í nýjum Williams bíl. Hann segir hins vegar erfitt að staðsetja liðin og bera saman við önnur. "Ég held að við stöndum jafnfætis hinum liðunum um miðja deild," sagði Senna í samtali við Autosport. "Við munum samt geta skilgreint okkur nánar þegar liðin gera hefðbundnari prófanir." Williams liðið upplifði sitt versta tímabil í fyrra og vonast til að rífa sig upp í ár eftir nokkuð erfitt skeið. Æfingar liðana eru mjög markvissar og miðast að því að fullkomna tækin sem þau hafa framleitt í vetur. Liðin reyna að öðlast meiri þekkingu og hámarka virkni nýrra dekkja, fjöðrunar, vélar og gírkassa. "Við reyndum mikið af nýjum hlutum í bílnum og náðum að bæta áhrif akstursins á dekkin. Megin markmiðið með æfingunum á Jerez var að öðlast meiri skilning á bílnum," bætti Senna við. Vísir hefur tekið saman niðustöður toppliðana eftir fyrstu æfingalotuna. Red Bull - Renault Mark Webber var fljótari en liðsfélagi sinn á æfingunum í Jerezap imagesRed Bull átti nokkuð rólega æfingalotu á Jerez á nýja RB8 bílnum. Þeir Sebastian Vettel og Mark Webber áttu aldrei besta tíma dagsins þessa fjóra daga en voru þó alltaf ofarlega á blaði. Athygli vekur að Mark Webber átti betri tíma í Red Bull bílnum en liðsfélagi sinn en áragnur Vettels í tímatökum í fyrra var einstakur, raunar sló hann met Nigels Mansell síðan 1992 yfir fjölda ráspóla á einu tímabili. Fyrirfram var búist við því að Adrian Newey, tæknistjóri Red Bull, myndi kynna til leiks róttækar breytingar og uppfærslur á bílnum en svo er ekki. Það er þó hægt að fela margt undir húddinu, svo við skulum heldur spyrja að leikslokum. McLaren - Mercedes McLaren MP4-27 bíllinn virðist vera á pari við Red Bull bílinnap imagesÞeir Lewis Hamilton og Jenson Button áttu, eins og keppinautar þeirra hjá Red Bull, mjög rólega æfingalotu. MP4-27 bíllinn sem liðið mun koma til með að nota kom vel út, virðist áræðanlegur og traustur. Þeir voru í mikið betri málum en í fyrra þegar liðið upplifði eitt erfiðasta undirbúningstímabil í sögu þess. Hamilton var þó mikið fjótari en liðsfélagi sinn í einstökum hring en athuga verður að margar skýringar geta verið á því og erfitt að draga af því ályktanir. FerrariFelipe Massa féll algerlega í skuggan af liðsfélaga sínum á æfingunum á Jerezap imagesÞeir rauðu frá Ítalíu eru í vandræðum að sögn Pat Fry, tæknistjóra liðsins. F2012 bíllinn stóðst ekki væntingarnar sem liðið gerði til hans á æfingunum þó Fernando Alonso hafi sett besta tíma á loka degi. Þeir Alonso og Felipe Massa áttu erfiða viku um borð í bílnum við að reyna að skilja og koma auga á vandamálin sem hrjá hann. Næstu vikur verða örugglega mjög strembnar fyrir Ferrari liðið við að reyna að koma hlutunum í stand. Við skulum þó ekki gleyma að ef eitthvað lið getur bjargað slíku þá er það Ferrari. MercedesGamli góði Bensinn kom Rosberg og Schumacher á toppinn í Jerez.ap imagesMichael Schumacher og Nico Rosberg óku bíl síðasta árs á æfingunum á Jerez. Það kom því ekki mikið á óvart að fullmótaður bíllinn ætti besta einstaka hringtíma síðustu viku ásamt því að vera fljótastur fyrstu dagana. Mercedes mun frumsýna nýjan bíl við upphaf næstu æfingalotu í Barcelona í lok mánaðarins. Spennandi er að sjá hvaða tæki Schumacher fær til að hefja síðasta ár endurkomu sinnar í Formúlu 1. Lotus-RenaultKimi Raikkönen snýr aftur eftir tveggja ára fjarveru.ap imagesHinn finnski Kimi Raikkönen snéri aftur eftir tveggja ára fjarveru frá Formúlu 1 með því að setja besta tíma á fyrsta æfingadeginum. Lotus bíllinn lítur mjög vel út og virðist vera mjög sterkur. Liðsfélagi Kimi er Roman Grosjean og sá setti besta tíma allra 2012 bíla á Jerez í síðustu viku. Sérfræðingar tala um að bílinn sé bæði áræðanlegur og fljótur, hin fullkomna blanda mundi einhver segja. Ef Lotus liðið nær að byggja á forskotinu sem þeir eru greinilega með er allt eins mögulegt að Kimi standi á verðlaunapalli í ár.
Formúla Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira