Sterling Moss: Vettel er Fangio nútímans 18. febrúar 2012 22:45 Formúlu 1 goðsögnin Sterling Moss segir heimsmeistarann Sebastian Vettel vera jafnoka Juan Manuel Fangio í nútímanum. Bretinn Moss ók í Formúlu 1 á 6. áratugnum og var helsti keppnautur Fangios. Juan Manuel Fango varð heimsmeistari fimm sinnum á ferli sínum sem spannaði niu ár. Fimm heimsmeistaratitlar var met og stóð það frá 1957 til 2003 þegar Michael Schumacher vann sinn sjötta titil. "Ég sé engann sem hefur jafn mikla náttúrulega hæfileika í sportinu í dag," sagði Moss við Reuters. "Fangio mætti og tók það sem hann vildi. Hinir þurftu bara að sætta sig við restina." Ótrúlegt er að skoða árangur Fangios í þessi átta ár sem hann keppti (1950-1958). Hann sigraði 47% móta sem hann keppti í, ræsti í 94% tilvika í fremstu röð, endaði mótin sem hann ók í 57% tilvika á verðlaunapalli og 57% tilvika ráspól. Rétt er að geta þess að Fangio keppti ekkert árið 1952 því hann lenti í alvarlegu slysi, kastaðist úr bílnum og hálsbrotnaði. Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Formúlu 1 goðsögnin Sterling Moss segir heimsmeistarann Sebastian Vettel vera jafnoka Juan Manuel Fangio í nútímanum. Bretinn Moss ók í Formúlu 1 á 6. áratugnum og var helsti keppnautur Fangios. Juan Manuel Fango varð heimsmeistari fimm sinnum á ferli sínum sem spannaði niu ár. Fimm heimsmeistaratitlar var met og stóð það frá 1957 til 2003 þegar Michael Schumacher vann sinn sjötta titil. "Ég sé engann sem hefur jafn mikla náttúrulega hæfileika í sportinu í dag," sagði Moss við Reuters. "Fangio mætti og tók það sem hann vildi. Hinir þurftu bara að sætta sig við restina." Ótrúlegt er að skoða árangur Fangios í þessi átta ár sem hann keppti (1950-1958). Hann sigraði 47% móta sem hann keppti í, ræsti í 94% tilvika í fremstu röð, endaði mótin sem hann ók í 57% tilvika á verðlaunapalli og 57% tilvika ráspól. Rétt er að geta þess að Fangio keppti ekkert árið 1952 því hann lenti í alvarlegu slysi, kastaðist úr bílnum og hálsbrotnaði.
Formúla Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira