AC Milan mistókst að komast upp í efsta sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en liðið tapaði fyrir Lazio, 2-0, í Róm. Inter og Palermo gerðu 4-4 jafntefli í fjörugum leik.
Juventus heldur því toppsætinu en leik liðsins gegn Parma í gær var frestað í gær vegna snjókomu. Mikill kuldi hefur verið á Ítalíu í vikunni og þurfti að fresta þremur leikjum í kvöld af sömu ástæðu.
Anderson Hernanes og Tomasso Rocchi skoruðu mörk Lazio gegn AC Milan í kvöld en liðið er því enn í öðru sæti deildarinnar með 43 stig, einu á eftir Juventus. Lazio er í fjórða sætinu með 39 stig.
Udinese er enn í þriðja sætinu eftir 2-1 sigur á Lecce. Michele Pazienza og Antonio Di Natale skoruðu mörk Udinese í kvöld.
Mesta fjörið var þó í leik Inter og Palermo. Bæði lið komust tvívegis yfir í leiknum en Argentínumaðurinn Diego Milito skoraði öll mörk Inter í kvöld, þar af eitt úr vítaspyrnu. Fabrizio Miccoli skoraði þrennu fyrir Palermo.
Úrslit kvöldsins:
Cagliari - Roma 4-2
Lazio - AC Milan 2-0
Inter - Palermo 4-4
Napoli - Cesena 0-0
Udinese - Levve 2-1
Leikjum sem var frestað:
Atlanta - Genoa
Bologna - Fiorentina
Siena - Catania

