Schumacher fljótastur á æfingum dagsins Birgir Þór Harðarson skrifar 8. febrúar 2012 16:39 Schumacher var fljótastur á æfingum dagsins á Jerez á Spáni. Mercedes liðið hefur ekki enn frumsýnt 2012 árgerð sína og ók Schumacher því bíl síðasta árs. NordicPhotos/ AFP Michael Schumacher, á 2011 árgerð Mercedes bílsins, var fljótastur á æfingum F1 liða á Jerez brautinni á Spáni í morgun. Æfingatímabil keppnisliða hófst í gær þegar Kimi Raikkönen var fljótastur á 2012 árgerð Lotus liðsins. Kimi varð síðan fimmti á æfingum dagsins. Mark Webber varð annar í dag á nýjum Red Bull bíl, Daniel Ricciardo á Torro Rosso varð þriðji og þriðji ökumaður Force India, nýliðinn Jules Bianchi, varð fjórði. Flest keppnisliðin hafa nú þegar frumsýnt 2012 árgerð bíla sinna og aka þeim í æfingunum á Jerez. Mercedes, HRT og Marussia eru þau lið sem eiga eftir að frumsýna. Þau aka bílum síðasta árs með uppfærslum. Erfitt getur verið að meta keppnishraða liðana af æfingunum einum því liðin nota þær til að prófa mismunandi hluti. Reglubreytingar fyrir keppnistímabilið 2012 hafa þvingað keppnislið til að endurhanna framenda bíla sinna og kemur nýja hönnunin nokkuð spánskt fyrir sjónir. McLaren liðið er eina liðið sem hefur nálgast framenda sinn á svipaðan hátt og undanfarin ár. Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Michael Schumacher, á 2011 árgerð Mercedes bílsins, var fljótastur á æfingum F1 liða á Jerez brautinni á Spáni í morgun. Æfingatímabil keppnisliða hófst í gær þegar Kimi Raikkönen var fljótastur á 2012 árgerð Lotus liðsins. Kimi varð síðan fimmti á æfingum dagsins. Mark Webber varð annar í dag á nýjum Red Bull bíl, Daniel Ricciardo á Torro Rosso varð þriðji og þriðji ökumaður Force India, nýliðinn Jules Bianchi, varð fjórði. Flest keppnisliðin hafa nú þegar frumsýnt 2012 árgerð bíla sinna og aka þeim í æfingunum á Jerez. Mercedes, HRT og Marussia eru þau lið sem eiga eftir að frumsýna. Þau aka bílum síðasta árs með uppfærslum. Erfitt getur verið að meta keppnishraða liðana af æfingunum einum því liðin nota þær til að prófa mismunandi hluti. Reglubreytingar fyrir keppnistímabilið 2012 hafa þvingað keppnislið til að endurhanna framenda bíla sinna og kemur nýja hönnunin nokkuð spánskt fyrir sjónir. McLaren liðið er eina liðið sem hefur nálgast framenda sinn á svipaðan hátt og undanfarin ár.
Formúla Mest lesið Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Handbolti Dagskráin í dag: Íslendingar í Þýskalandi, golfmót, ruðningur og íshokkí Sport Lekur úr lofti og leik Hauka og Þórs frestað Körfubolti Karólína skoraði stórkostlegt mark og lagði annað upp Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira