Rosberg fljótastur en heimsmeistarinn þriðji Birgir Þór Harðarson skrifar 9. febrúar 2012 17:30 Vettel var þriðji á nýjum Red Bull bíl í dag, örlítið fljótari en Lewis Hamilton á McLaren. nordicphotos/afp Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl. Franski nýliðinn Roman Grosjean var fljótastur í 2012 árgerð af Lotus-bíl í dag, á undan heimsmeistaranum Sebastian Vettel á nýjum Red Bull. Aðeins 0,167 sekúntur skildu hann og Lewis Hamilton að en Lewis og Vettel fengu að prófa nýja McLaren og Red Bull bíla í fyrsta sinn. Þó ekki sé rétt að lesa of mikið í tíma á æfingum má gera ráð fyrir að þeir erkifjendur standi jafnfætis í byrjun árs. Fernando Alonso fékk að spreyta sig á nýjum Ferrari bíl en blandaði sér þó ekkert í toppbaráttuna. Gríðarlegur fjöldi hringja var ekinn á Jerez og því má gera ráð fyrir að liðin hafi einbeint sér að áræðaleika bílana og dekkjunum. Ekki tóku öll liðin þátt í dag því Force India, Marussia og HRT sátu hjá. Miklar væntingar eru gerðar til franska nýliðans Jean Eric Vergne hjá Torro Rosso. Sá er jafnvel talinn vera framtíðar heimsmeistari. Vergne sótti 5. sæti í dag á undan Mexíkóanum Sergio Perez á Sauber. Þá var Alonso sjöundi, Bruno Senna á Williams áttundi og þriðji ökumaður Caterham Giedo van der Garde síðastur. Síðasti dagur fyrstu æfingalotu ársins fer fram á Jerez-brautinni á morgun. Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Nico Rosberg á Mercedes bíl síðasta árs var fljótastur á þriðja degi æfinga á Jerez-brautinni á Spáni í dag. Rosberg er liðsfélagi Michaels Schumachers sem ekkert fékk að aka í dag eftir að hafa verið fljótastur í gær á sama bíl. Franski nýliðinn Roman Grosjean var fljótastur í 2012 árgerð af Lotus-bíl í dag, á undan heimsmeistaranum Sebastian Vettel á nýjum Red Bull. Aðeins 0,167 sekúntur skildu hann og Lewis Hamilton að en Lewis og Vettel fengu að prófa nýja McLaren og Red Bull bíla í fyrsta sinn. Þó ekki sé rétt að lesa of mikið í tíma á æfingum má gera ráð fyrir að þeir erkifjendur standi jafnfætis í byrjun árs. Fernando Alonso fékk að spreyta sig á nýjum Ferrari bíl en blandaði sér þó ekkert í toppbaráttuna. Gríðarlegur fjöldi hringja var ekinn á Jerez og því má gera ráð fyrir að liðin hafi einbeint sér að áræðaleika bílana og dekkjunum. Ekki tóku öll liðin þátt í dag því Force India, Marussia og HRT sátu hjá. Miklar væntingar eru gerðar til franska nýliðans Jean Eric Vergne hjá Torro Rosso. Sá er jafnvel talinn vera framtíðar heimsmeistari. Vergne sótti 5. sæti í dag á undan Mexíkóanum Sergio Perez á Sauber. Þá var Alonso sjöundi, Bruno Senna á Williams áttundi og þriðji ökumaður Caterham Giedo van der Garde síðastur. Síðasti dagur fyrstu æfingalotu ársins fer fram á Jerez-brautinni á morgun.
Formúla Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira