Viðskipti erlent

Fjöldi ólöglegra fyrirtækja í Danmörku tvöfaldast

Vinnueftirlit Danmekur lokaði tvöfalt fleiri ólöglegum fyrirtækjum á seinni hluta ársins í fyrra en árið áður.

Þannig var málum 137 þessara fyrirtækja vísað til lögreglunnar á síðustu sex mánuðum árins miðað við 67 mál á sama tíma árið áður. Öll eiga þessi fyrirtæki það sameiginlegt að vera rekin af Austur-Evrópubúum og starfa að mestu sem verktakar eða í byggingariðnaðinum.

Öllum erlendum fyrirtækjum ber að skrá sig sem slík í Danmörku og varðar það sektum að gera það ekki. Mörg austur evrópsk fyrirtæki gera það ekki og telja ráðamenn í byggingariðnaðinum að þau sem vinnueftirlitið nái að stoppa séu aðeins toppurinn af ísjakanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×