Viðskipti erlent

Danska bankahrunið að verða stærra en það íslenska

Ef einn danskur banki, eða sparisjóður, í viðbót kemst í þrot í Danmörku er danska bankahrunið orðið meira en það íslenska. Þetta kemur fram í umfjöllun danska viðskiptaritsins Ugebrevet A4. Þegar hafa 10 danskir bankar fallið frá hruninu haustið 2008.

Í ritinu segir að þótt horft sé framhjá Íslandi í þessum efnum hafi Danmörk algera sérstöðu meðal hinna Norðurlandaþjóðanna, það er Noregs, Svíþjóðar og Finnlands þegar kemur að bankahruni. Aðeins einn banki hafi komist í þrot hjá þessum þremur þjóðum samanlagt.

Rætt er við Jesper Rangvid prófessor við Viðskipaháskóla Kaupmannahafnar. Hann segir að samlíkingin við hin Norðurlöndin sé slæm. Sérstaklega þegar haft er í huga að þau hafi einnig þurft að glíma við sömu fjármálakreppuna og Danir. Höfuðástæðan fyrir slæmri stöðu Dana er fasteignabólan sem þar varð og mikil áhættusækni danskra banka á árunum fram að hruni.

Rangvid telur að ekki sé hægt að líkja Danmörku við íslensku bankahörmungarnar, a.m.k. hlutfallslega þar sem íslenska bankahrunið var á stærð við tífalda landsframleiðslu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×