Real Madrid endurheimti fimm stiga forystu á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með 4-1 sannfærandi sigri á Athletic Bilbao.
Bilbao komst reyndar yfir með marki spænska landsliðsmannsins Fernando Llorente á tólftu mínútu en Marcelo jafnaði metin tólf mínútum síðar.
Cristiano Ronaldo skoraði svo tvívegis í upphafi síðari hálfleiks en bæði mörkin komu úr vítaspyrnu. Jose Callejon gulltryggði svo sigurinn með fjórða marki Real undir lokin.
Real er með 49 stig í efsta sæti en Barcelona er í öðru sæti með 44 stig. Þessi lið hafa sem fyrr mikla yfirburði í deildinni.
