Pepe, portúgalski varnarmaður Real Madrid, fær enga refsingu fyrir að traðka á Lionel Messi leikmanni Barcelona í viðureign félaganna í Konungsbikarnum í síðustu viku. Spænska knattspyrnusambandið komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum á mánudag. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu.
Framkoma Pepe í leiknum í Madrid á miðvikudaginn var hefur vakið mikla athygli í knattspyrnuheiminum. Auk þess að traðka, að því er virtist viljandi á Messi, bauð Pepe upp á ýktan leikaraskap og braut fólskulega af sér.
Pepe hefur beðist afsökunar á framkomu sinni í leiknum en um leið neitað að hafa viljandi stigið á hönd Messi. Atvikið fór framhjá dómara leiksins og hann minntist ekkert á það í skýrslu sinni.
Ákvörðun spænska knattspyrnusambandsins þýðir að Pepe má leika síðari leik félaganna sem fram fer í Barcelona á miðvikudagskvöld. Óvíst er hvort Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Real Madrid, tefli honum fram en hann var ekki í leikmannahópi liðsins sem lagði Athletic Bilbao í deildinni á sunnudagskvöld.
Pepe sleppur við bann fyrir að traðka á Messi
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið







Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman
Körfubolti


Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum
Íslenski boltinn
