Baráttan um kaupin á verslunarkeðjunni Iceland Foods stendur nú á milli fjárfestingarsjóðanna BC Partners og Bain Capital annarsvegar og Malcolm Walker hinsvegar.
Aðrir sem voru áhugasamir, eins og verslunarkeðjurnar Asda og Morrison eru dottnar úr hópnum.
Þetta kemur fram á vefsíðu tímaritsins The Grocer. Þar að auki er áhugi Bain Capital háður því að stjórnendateymi Iceland verði áfram til staðar.
Walker þykir hafa styrkt stöðu sína í baráttunni þar sem eingöngu fjárfestingarsjóðir eru eftir í hópnum. Það þýðir að skilanefndir Landsbankans og Glitnis munu sennilega ekki fá tilboð upp á 1,5 milljarði punda eins og þær stefna að.
