Barcelona sló út Real Madrid | 2-2 jafntefli í frábærum leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2012 22:57 Dani Alves skoraði frábært mark í kvöld. Mynd/AP Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum. Spænski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Sjá meira
Barcelona er komið áfram í undanúrslit spænska Konungsbikarsins eftir að liðið sló erkifjendurna úr Real Mardid út úr keppninni í kvöld. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í frábærum leik á Nou Camp í kvöld en Barca fór áfram á 2-1 sigri á Santiago Bernabéu í síðustu viku. Barcelona komst í 2-0 og allt stefndi í öruggan sigur en Real Madrid kom til baka í seinni hálfleik en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði komið liðinu áfram. Real Madrid hefur því ekki náð að vinna Barcelona á þessu tímabili en liðin voru að mætast í fimmta sinn. Barcelona hefur unnið þrjá leiki og tveir leikir hafa endað með jafntefli. Gonzalo Higuain fékk nokkur góð færi í fyrri hálfleiknum en Real Madrid tókst ekki að skora í fyrri hálfleiknum og var síðan refsað fyrir það skömmu fyrir leikhlé. Barcelona skoraði tvö mörk á lokamínútum fyrri hálfleiksins og Barca var því komið í 4-1 samanlagt. Pedro Rodriguez skoraði fyrra markið á 43. mínútu eftir sendingu Lionel Messi og það seinna gerði Dani Alves með frábæru skoti af 30 metra færi. Mark Dani Alves hafði komið í kjölfarið á aukaspyrnu sem var dæmt fyrir gróft brot Lassana Diarra á Lionel Messi. Xavi skaut í vegginn úr aukaspyrnunni og Dani Alves afgreiddi frákastið í markið. Cristiano Ronaldo minnkaði muninn í 2-1 á 68. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Mezut Özil og labbað framhjá Carlos Puyol. Varamaðurinn Karim Benzema jafnaði metin fjórum mínútum síðar eftir að hafa fengið langa sendingu frá José Callejón. Þarna var því komin óvænt spenna í leikinn því Real Madrid þurfti bara eitt mark í viðbót til að komast áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Sergio Ramos fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Sergi Busquets á 89. mínútu og Real Madrid var vþí manni færri á lokamínútunum. Real Madrid tókst ekki að skora þriðja markið og Barcelona fagnaði sæti í undanúrslitunum.
Spænski boltinn Mest lesið „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sport Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Fótbolti „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 „Engin draumastaða“ Handbolti Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Íslenski boltinn Sir Alex er enn að vinna titla Enski boltinn Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Sjá meira