Logi kom Brynhildi í bobba 29. janúar 2012 09:00 Sjónvarpsmanninum Loga Bergmanni Eiðssyni finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur. Fáir hafa skrifað jafn marga Facebook-statusa um hægðartregðu eða heiftarlegan niðurgang í annarra nafni og Logi. Nýjasti hrekkurinn er af dýrari gerðinni og tók heilt ár í undirbúningi þar til hann blómstraði nú í vikunni. Fórnarlambið var fyrrum samstarfskona Loga, Brynhildur Ólafsdóttir sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri Eddunnar, íslensku kvikmynda og sjónvarpsverðlaunanna. Logi komst í gsm-síma Brynhildar fyrir rúmu ári og fannst sniðugt að breyta númeri Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og setja annað númer á bakvið nafnið hans í símaskrá Brynhildar. Nú löngu síðar þegar Brynhildur var að undirbúa næstu Edduhátíð ákvað hún að senda Agli Helgasyni sms og bað hann að afhenda verðlaun á Eddunni. Ekki stóð á svarinu sem barst aðeins nokkrum sekúntum síðar. Eitthvað fannst Brynhildi Egill óeðlilega æstur í að fá þetta frábæra tækifæri. Síðar kom í ljós að Logi hafði sett símanúmerið hjá stórsöngvaranum Geir Ólafssyni á bakvið nafn Egils Helgasonar í símaskránna í gsm-síma Brynhildar. Það verður spennandi að sjá hvort Brynhildur nær að leiðrétta þennan hressandi misskilning. Hvort það verður Geir Ólafsson eða Egill Helgason sem stígur á sviðið með verðlaunin veit enginn enn. Afhending Edduverðlaunanna fer fram í Gamla bíói 18. febrúar næstkomandi og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá þeim Loga og Brynhildi og margir muna eftir hláturskastinu sem þau fengu í beinni fréttaútsendingu fyrir nokkrum árum. - Sjá youtube.com. Molinn Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira
Sjónvarpsmanninum Loga Bergmanni Eiðssyni finnst fátt skemmtilegra en að hrekkja vini sína og samstarfsmenn. Þegar Logi kemur í heimsókn vita þeir sem þekkja hann að öruggast er að slökkva á farsímum og tölvum á meðan hann er nálægur. Fáir hafa skrifað jafn marga Facebook-statusa um hægðartregðu eða heiftarlegan niðurgang í annarra nafni og Logi. Nýjasti hrekkurinn er af dýrari gerðinni og tók heilt ár í undirbúningi þar til hann blómstraði nú í vikunni. Fórnarlambið var fyrrum samstarfskona Loga, Brynhildur Ólafsdóttir sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri Eddunnar, íslensku kvikmynda og sjónvarpsverðlaunanna. Logi komst í gsm-síma Brynhildar fyrir rúmu ári og fannst sniðugt að breyta númeri Egils Helgasonar sjónvarpsmanns og setja annað númer á bakvið nafnið hans í símaskrá Brynhildar. Nú löngu síðar þegar Brynhildur var að undirbúa næstu Edduhátíð ákvað hún að senda Agli Helgasyni sms og bað hann að afhenda verðlaun á Eddunni. Ekki stóð á svarinu sem barst aðeins nokkrum sekúntum síðar. Eitthvað fannst Brynhildi Egill óeðlilega æstur í að fá þetta frábæra tækifæri. Síðar kom í ljós að Logi hafði sett símanúmerið hjá stórsöngvaranum Geir Ólafssyni á bakvið nafn Egils Helgasonar í símaskránna í gsm-síma Brynhildar. Það verður spennandi að sjá hvort Brynhildur nær að leiðrétta þennan hressandi misskilning. Hvort það verður Geir Ólafsson eða Egill Helgason sem stígur á sviðið með verðlaunin veit enginn enn. Afhending Edduverðlaunanna fer fram í Gamla bíói 18. febrúar næstkomandi og verða í beinni útsendingu á Stöð 2. Það er alltaf stutt í húmorinn hjá þeim Loga og Brynhildi og margir muna eftir hláturskastinu sem þau fengu í beinni fréttaútsendingu fyrir nokkrum árum. - Sjá youtube.com.
Molinn Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Sjá meira