Vasadiskó: plötur ársins 2011 tilkynntar á sunnudag Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. janúar 2012 13:13 Sóley átti annað besta lag síðasta árs að mati Vasadiskó, hvar endar hún á plötulistanum? Seinni uppgjörsþáttur Vasadiskó fyrir tónlistarárið 2011 verður á sunnudaginn næstkomandi. Á sínum hefðbundna tíma og á sinni hefðbundnu útvarpsstöð, kl. 15 á X-inu 977. Í síðustu viku gerði þáttastjórnandi upp árið hvað lög varðar en á sunnudaginn verða taldar upp 30 bestu erlendu plöturnar og þær 20 bestu af þeim íslensku. Það voru Mugison, PrinsPóló og Sóley sem áttu þrjú efstu lög ársins í íslensku deildinni en Lana Del Rey, Laura Marling og The Weeknd sem þóttu hlutskörpust af erlendum listamönnunum. Vikulega er þátturinn sniðinn til þess að kynna nýútkomna tónlist fyrir áhugasömum. Þátturinn hóf göngu sína í apríl á síðasta ári og hefur vaxið töluvert á þeim stutta tíma. Viðbrögðin við árslista Vasadiskó hvað lögin varðar voru þónokkur. Margir listamenn vöktu athygli á listanum á Fésbókar síðum sínum með því að deila öðrum Fésbókar-færslum og fréttum af Vísi. Á meðan á þættinum stóð póstaði þáttarstjórnandi niðurstöðunum, sæti fyrir sæti, jafnóðum á Fésbókar síðu þáttarins. Þannig verður það einnig gert með plöturnar á sunnudag, þannig að áhugasamir netverjar sem eru, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki að hlusta, geta þó fylgst með í tölvunni sinni. Listarnir verða svo birtir hér á Vísi strax að þætti loknum. Þátturinn er í boði Gogoyoko. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni. Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Seinni uppgjörsþáttur Vasadiskó fyrir tónlistarárið 2011 verður á sunnudaginn næstkomandi. Á sínum hefðbundna tíma og á sinni hefðbundnu útvarpsstöð, kl. 15 á X-inu 977. Í síðustu viku gerði þáttastjórnandi upp árið hvað lög varðar en á sunnudaginn verða taldar upp 30 bestu erlendu plöturnar og þær 20 bestu af þeim íslensku. Það voru Mugison, PrinsPóló og Sóley sem áttu þrjú efstu lög ársins í íslensku deildinni en Lana Del Rey, Laura Marling og The Weeknd sem þóttu hlutskörpust af erlendum listamönnunum. Vikulega er þátturinn sniðinn til þess að kynna nýútkomna tónlist fyrir áhugasömum. Þátturinn hóf göngu sína í apríl á síðasta ári og hefur vaxið töluvert á þeim stutta tíma. Viðbrögðin við árslista Vasadiskó hvað lögin varðar voru þónokkur. Margir listamenn vöktu athygli á listanum á Fésbókar síðum sínum með því að deila öðrum Fésbókar-færslum og fréttum af Vísi. Á meðan á þættinum stóð póstaði þáttarstjórnandi niðurstöðunum, sæti fyrir sæti, jafnóðum á Fésbókar síðu þáttarins. Þannig verður það einnig gert með plöturnar á sunnudag, þannig að áhugasamir netverjar sem eru, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki að hlusta, geta þó fylgst með í tölvunni sinni. Listarnir verða svo birtir hér á Vísi strax að þætti loknum. Þátturinn er í boði Gogoyoko. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni.
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira