Viðskipti erlent

Tæplega 2,7 milljónir án vinnu í Bretlandi

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er mikill vandi á höndum við að draga úr atvinnuleysi. Það er nú í hæstu hæðum.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, er mikill vandi á höndum við að draga úr atvinnuleysi. Það er nú í hæstu hæðum.
Atvinnuleysi í Bretlandi hefur ekki mælst meira í janúar í sextán ár, samkvæmt nýjustu tölum um atvinnuleysi í Bretlandi. Það jókst lítillega milli ára, fór úr 8,3 prósent í 8,4 prósent.

Samtals eru tæplega 2,7 milljónir manna í Bretlandi án vinnu, samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Mesta áhyggjuefnið þegar kemur að atvinnumálum í Bretlandi er mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks. Þannig mælist atvinnuleysi hjá fólki á aldrinum 16 til 24 ára 22,3 prósent, sem því allra hæsta síðan mælingar hófust.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×