Vasadiskó gerir upp 2011 í tveimur þáttum Birgir Örn Steinarsson skrifar 6. janúar 2012 14:28 Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni, Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Næstu tveir þættir af Vasadiskó, sem eru á X-inu 977 á sunnudögum, verða með öðru sniði en venjulega. Í stað þess að einblína á nýja tónlist fara tveir þættir í að gera upp tónlistarárið 2011 á skilvirkan og tæmandi hátt. Fyrri sérþátturinn verður næsta sunnudag kl. 15 og þar verða leikin þau lög sem þáttastjórnandi velur sem lög ársins 2011, bæði innlend og erlend. Viku síðar verður uppljóstrað um hvaða breiðskífur þóttu þær bestu þetta árið í erlendri og innlendri útgáfu. Listarnir eru mjög ólíkir, enda oft sem plötur eru ekki góðar í heild sinni þó svo að þar leynist vissulega gullmolar. Síðastliðin ár virðist sú hefð hafa myndast hjá fjölmiðlum um allann heim að keppast við að nefna plötur og listamenn ársins - stundum allt að mánuði fyrir sjálf áramótin. En þá verða þeir listamenn sem gefa út í desember oft útundan. Þekkt dæmi úr tónlistarsögunni er þegar plata Múm - Yesterday was dramatic kom út um miðjan desember árið 1999. Platan komst ekki á neina lista yfir plötur ársins það árið, þrátt fyrir að hún hafi klárlega haft alla burði til þess að enda á toppi þess lista. Platan fékk svo nokkrar kurteisisbirtingar hjá íslenskum gagnrýnendum ári síðar - þegar hún hafði slegið í gegn erlendis. Þess ákvað umsjónamaður Vasadiskó að bíða fram yfir áramót, gefa sér tíma til þess að fara yfir tónlistarárið og birta lista sem væri ekki undir áhrifum annarra lista né velgengni á sölu- eða vinsældarlistum. Engir gestir verða í sérþáttunum tveimur en haft verður samband við þá sem íslensku listamenn sem lenda ofarlega á listunum. Lagalistinn yfir bestu erlendu- og innlendu lög ársins 2011 að mati Vasadiskó verður birtur hér á Vísi.is að þætti loknum á sunnudag. Fylgist með Vasadiskó á Fésbókinni,
Lífið Tónlist Vasadiskó Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira