Atvinnuleysi hefur aldrei mælst meira í sögunni innan Evrópusambandsins en það var 10,3% í nóvember síðastliðnum.
Í nýrri skýrslu um málið frá Eurostat segir að alls hafi rúmlega 23,6 milljónir manna verið atvinnulausir í Evrópusambandinu, þar af voru tæplega 16,4 milljónir manna atvinnulausir á evrusvæðinu. Atvinnuleysið jókst um 723.000 manns milli ára í nóvember.
Verst er atvinnuleysið á Spáni eða tæp 23% en næst kemur Grikkland með tæplega 19% atvinnuleysi. Minnst er atvinnuleysið í Austurríki eða um 4%.
