Mótshaldarar í Barein ætla að tryggja öryggi á mótsstað þrátt fyrir hótun 16. febrúar 2011 13:46 Jenson Button á Barein brautinni í fyrra. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Skipuleggjendur fyrsta Formúlu 1 móts ársins í Barein segja forgangsmál að tryggja öryggi þeirra sem sækja mótið heim aðra helgina í mars. Mótmælhópur gaf það í skyn í gær að Formúlu 1 mótið yrði notað til að vekja athygli á málstað þess. Greint var þessu á autosport.com í dag. Í annarri frétt í sama miðli frá því i gær segir að mikill spenna í Barein eftir að maður lést í jarðaför manns sem hafði látist í viðureign við öryggissveitir á mánudag. Í þeirri frétt segir Nabel Rajab, sem er í forsvari fyrir mannréttindarsamtök í Barein að Formúlu 1 mótið myndi ekki fara friðsamlega fram og gæti orðið um blóðug átök að ræða. Bernie Ecclestone segist hafa áhyggjur af ástandinu og yfirmenn mótshaldsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að þeir fylgist grannt framvindu mála, vegna fyrirhugaðra æfinga sem eru framundan í mars á brautinni í Barein og vegna mótshelgarinnar sem er 11.-13. mars. "Öryggi heimamanna og þeirra erlendu gesta sem sækja mótið heim er í forgangi öllum stundum í konungsríkinu og á Barein kappakstursbrautinni. Við einbeitum okkur að því að skila á ný af okkur vel heppnuðu móti", sagði yfirmaður brautarinnar, Sjeik Salman bin Isa Khalifa í fréttinni á autosport.com. Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Skipuleggjendur fyrsta Formúlu 1 móts ársins í Barein segja forgangsmál að tryggja öryggi þeirra sem sækja mótið heim aðra helgina í mars. Mótmælhópur gaf það í skyn í gær að Formúlu 1 mótið yrði notað til að vekja athygli á málstað þess. Greint var þessu á autosport.com í dag. Í annarri frétt í sama miðli frá því i gær segir að mikill spenna í Barein eftir að maður lést í jarðaför manns sem hafði látist í viðureign við öryggissveitir á mánudag. Í þeirri frétt segir Nabel Rajab, sem er í forsvari fyrir mannréttindarsamtök í Barein að Formúlu 1 mótið myndi ekki fara friðsamlega fram og gæti orðið um blóðug átök að ræða. Bernie Ecclestone segist hafa áhyggjur af ástandinu og yfirmenn mótshaldsins sendu frá sér yfirlýsingu í gærkvöldi þar sem segir að þeir fylgist grannt framvindu mála, vegna fyrirhugaðra æfinga sem eru framundan í mars á brautinni í Barein og vegna mótshelgarinnar sem er 11.-13. mars. "Öryggi heimamanna og þeirra erlendu gesta sem sækja mótið heim er í forgangi öllum stundum í konungsríkinu og á Barein kappakstursbrautinni. Við einbeitum okkur að því að skila á ný af okkur vel heppnuðu móti", sagði yfirmaður brautarinnar, Sjeik Salman bin Isa Khalifa í fréttinni á autosport.com.
Mest lesið Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Fótbolti Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslenski boltinn Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Fótbolti Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Handbolti Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Enski boltinn „Áhugaverð vegferð að vera með tvo Njarðvíkinga að dæma“ Körfubolti Booker ekki valinn og vill breyta stjörnuleiknum Körfubolti Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira