Merkasta uppfinning mannkyns Atli Fannar Bjarkason skrifar 12. febrúar 2011 00:01 Hinn fagurrauðhærði Conan O‘Brien hefur aðeins notið þess að borða fjórar samlokur um ævina. Allar hinar voru óeftirminnilegar. Þessari sorglegu yfirlýsingu kom hann á framfæri á Twitter-síðu sinni í vikunni. Conan er orðinn 47 ára gamall, sem sýnir að samlokuferill hans er misheppnaður frá upphafi til enda. Hann hefur borðað góða samloku á tólf ára fresti að meðaltali, sem er afar sorgleg tölfræði. Sérstaklega í ljósi þess að samlokan er skotheldasti réttur heims og í raun merkasta uppfinning mannkyns. Í fljótu bragði man ég eftir þúsundum samloka sem ég naut þess að borða. Ég hef prófað gríðarlega margar útfærslur og ferðast víða í leit minni að fullkomnun. Ég man eftir himneskri samloku með skinku og rjómaosti í flugi frá Austurríki til Svíþjóðar. Ég hef líka borðað nokkrar gómsætar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Það slær samt ekkert við heimagerðu samlokunni þar sem ráðist er á birgðastöðu ísskápsins. samlokan hefur líka skapað ótal hefðir. Einn af hápunktum ársins er til dæmis að vakna á nýársdag og hlaða afgöngum frá kvöldinu áður í eina safaríka loku. Galdurinn er að skilja ekkert af nægtaborðinu út undan. Kalkúnninn sameinast kartöflugratíninu og meira að segja salatinu á milli tveggja ristaðra brauðsneiða. Loks er nauðsynlegt að láta fyllinguna fylgja með, en það gerir samlokuna einstaka. Umræðan um samlokuna er sjaldan sanngjörn. Brauðát er fordæmt af heilsuspekingum, sem sýnir virðingarleysi þeirra gagnvart rétti sem hefur fylgt okkur frá upphafi vega. Hillel frá Babýlon var til að mynda sólginn í lambakjötslokur og hann fæddist á undan Jesú. Þá skrásetti breski náttúrufræðingurinn John Ray gögn um samlokuneyslu á hollenskum krám á sautjándu öld. Samlokan hefur unnið afar óeigingjarnt starf í þágu mannkyns og endurnýjað sig stöðugt í gegnum aldirnar. Menn létu sér nægja að setja nautakjöt og smjör á samlokurnar í gamla gamla daga, en í dag eru útfærslurnar endalausar. Samlokan er nefnilega jafn fordómalaus og hún er saðsöm. Hún gerir ekki upp á milli fólks, heldur er það fólkið sem gerir upp á milli áleggs og brauðs. En það er sama hvers konar álegg þú leggur á brauð, hvort sem það er hvítt eða brúnt, með hveiti eða spelti, án sykurs eða dísætt – það kallast alltaf samloka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Göngum í takt Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Hinn fagurrauðhærði Conan O‘Brien hefur aðeins notið þess að borða fjórar samlokur um ævina. Allar hinar voru óeftirminnilegar. Þessari sorglegu yfirlýsingu kom hann á framfæri á Twitter-síðu sinni í vikunni. Conan er orðinn 47 ára gamall, sem sýnir að samlokuferill hans er misheppnaður frá upphafi til enda. Hann hefur borðað góða samloku á tólf ára fresti að meðaltali, sem er afar sorgleg tölfræði. Sérstaklega í ljósi þess að samlokan er skotheldasti réttur heims og í raun merkasta uppfinning mannkyns. Í fljótu bragði man ég eftir þúsundum samloka sem ég naut þess að borða. Ég hef prófað gríðarlega margar útfærslur og ferðast víða í leit minni að fullkomnun. Ég man eftir himneskri samloku með skinku og rjómaosti í flugi frá Austurríki til Svíþjóðar. Ég hef líka borðað nokkrar gómsætar á Hróarskelduhátíðinni í Danmörku. Það slær samt ekkert við heimagerðu samlokunni þar sem ráðist er á birgðastöðu ísskápsins. samlokan hefur líka skapað ótal hefðir. Einn af hápunktum ársins er til dæmis að vakna á nýársdag og hlaða afgöngum frá kvöldinu áður í eina safaríka loku. Galdurinn er að skilja ekkert af nægtaborðinu út undan. Kalkúnninn sameinast kartöflugratíninu og meira að segja salatinu á milli tveggja ristaðra brauðsneiða. Loks er nauðsynlegt að láta fyllinguna fylgja með, en það gerir samlokuna einstaka. Umræðan um samlokuna er sjaldan sanngjörn. Brauðát er fordæmt af heilsuspekingum, sem sýnir virðingarleysi þeirra gagnvart rétti sem hefur fylgt okkur frá upphafi vega. Hillel frá Babýlon var til að mynda sólginn í lambakjötslokur og hann fæddist á undan Jesú. Þá skrásetti breski náttúrufræðingurinn John Ray gögn um samlokuneyslu á hollenskum krám á sautjándu öld. Samlokan hefur unnið afar óeigingjarnt starf í þágu mannkyns og endurnýjað sig stöðugt í gegnum aldirnar. Menn létu sér nægja að setja nautakjöt og smjör á samlokurnar í gamla gamla daga, en í dag eru útfærslurnar endalausar. Samlokan er nefnilega jafn fordómalaus og hún er saðsöm. Hún gerir ekki upp á milli fólks, heldur er það fólkið sem gerir upp á milli áleggs og brauðs. En það er sama hvers konar álegg þú leggur á brauð, hvort sem það er hvítt eða brúnt, með hveiti eða spelti, án sykurs eða dísætt – það kallast alltaf samloka.
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt Skoðun