Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól 1. nóvember 2011 00:01 Björgvin Halldórsson. „Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin.„Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins, og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ári."„Eftirminnilegustu jólin eru þau mörgu góðu jól sem maður upplifði sem barn þegar faðir minn kom af sjónum úr siglingum með poka fulllan af gjöfum og ávöxtum."Hvað kemur þér í jólaskap? „Þorláksmessa og ysið og þysið á þeim degi," svarar Björgvin og bætir við:„Við höfum líka haft það fyrir hefð að koma saman tvær fjölskyldur og borðað saman á Jómfrúnni og það svo sannarlega þjappar okkur saman og framkallar jólaskapið."„Eftirminnilegustu jólin eru þau mörgu góðu jól sem maður upplifði sem barn þegar faðir minn kom af sjónum úr siglingum með poka fulllan af gjöfum og ávöxtum. Lífið var einfaldara þá og tíminn leið hægar," svarar Björgvin spurður um eftirminnileg jól.Björgvin Halldórsson og félagar syngja inn jólin með glæsilegum jólatónleikum laugardaginn 5. desember í Laugardalshölilnni.„Annars er maður þakklátur fyrir öll jól sem maður upplifir með fjölskyldunni heilli á húfi eftirminnileg." Tekur að sér eldamennskuna „Það er hefðbundið," segir Björgvin þegar talið berst að aðfangadagskvöldi hjá honum og fjölskyldunni.„Við komum öll saman snemma. Ég tek að mér eldamennskuna með dyggri hjálp fjölskyldunnar. Kalkúnn er eldaður. Eftir matinn er slappað vel af og opnaðar gjafir, horft á sjónvarpið og vakað fram eftir."-elly@365.isJólagestir.is Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Nær sér í jólin í aftansöng Jólin Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Sætt úr Vesturheimi Jólin Girnilegir eftirréttir Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin
„Það er eins og hjá svo mörgum. Við tökum fram skrautið. Húsið hreinsað hátt og lágt," svarar Björgvin Halldórsson aðspurður hvernig hann undirbýr jólin.„Hjá mér persónulega undanfarið hefur undirbúningurinn verið í að smíða tónleikana, Jólagesti Björgvins, og fylgja eftir plötunum mínum sem ég gef út á hverju ári."„Eftirminnilegustu jólin eru þau mörgu góðu jól sem maður upplifði sem barn þegar faðir minn kom af sjónum úr siglingum með poka fulllan af gjöfum og ávöxtum."Hvað kemur þér í jólaskap? „Þorláksmessa og ysið og þysið á þeim degi," svarar Björgvin og bætir við:„Við höfum líka haft það fyrir hefð að koma saman tvær fjölskyldur og borðað saman á Jómfrúnni og það svo sannarlega þjappar okkur saman og framkallar jólaskapið."„Eftirminnilegustu jólin eru þau mörgu góðu jól sem maður upplifði sem barn þegar faðir minn kom af sjónum úr siglingum með poka fulllan af gjöfum og ávöxtum. Lífið var einfaldara þá og tíminn leið hægar," svarar Björgvin spurður um eftirminnileg jól.Björgvin Halldórsson og félagar syngja inn jólin með glæsilegum jólatónleikum laugardaginn 5. desember í Laugardalshölilnni.„Annars er maður þakklátur fyrir öll jól sem maður upplifir með fjölskyldunni heilli á húfi eftirminnileg." Tekur að sér eldamennskuna „Það er hefðbundið," segir Björgvin þegar talið berst að aðfangadagskvöldi hjá honum og fjölskyldunni.„Við komum öll saman snemma. Ég tek að mér eldamennskuna með dyggri hjálp fjölskyldunnar. Kalkúnn er eldaður. Eftir matinn er slappað vel af og opnaðar gjafir, horft á sjónvarpið og vakað fram eftir."-elly@365.isJólagestir.is
Jólafréttir Mest lesið Vill rjúpu á jólaborðið Jól Jólanóttin Jól Jólaneglurnar verða vínrauðar Jól Jólalag dagsins: Gleði og friðarjól með Pálma Gunnars Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 13. desember Jól Nær sér í jólin í aftansöng Jólin Íslenskir jólaveinar frá Kína Jól Sætt úr Vesturheimi Jólin Girnilegir eftirréttir Jól Eitt elsta hús landsins á sér jólasögu Jólin