Massa treystir á að Ferrari færi sér sigurbíl 29. janúar 2011 14:59 Fernado Alonso, Luca Montezemolo og Felipe Massa á frumsýningu Ferrari í gær. Mynd: Ferrari Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari. FIA refsaði Ferrari fyrir að láta Massa hleypa Alonso framúr í mótinu á Hockenheim, en Alonso varð í örðu sæti í heimsmeistaramótinu á eftir Sebastian Vettel, sem varð yngsti meistari sögunnar. Massa þarf eins og aðrir að takast á við nýtt ökutæki sem er hannað samkvæmt nýjum reglum og allir verða á Pirelli dekkjum á þessu ári, en voru á Bridgestone í fyrra. Þá verða tuttugu mót á árinu, þannig að keppnistímabilið verður lengra en í fyrra. Massa var spurður að því á heimasíðu Ferrari hvort hann hefði þurft að endurskoða æfingar hvað líkamann varðar. "Ég hef æft mikið. Venjulega er ég í Brasilíu, af því það er heitara þar og sumar. Í Evrópu er þetta erfiðara. Ég spáði líka í þyngdina útaf Kers", sagði Masssa, en um borð í Ferrari bílnum í ár og í fleiri bílum verður kerfi sem kallast Kers, en það nýtur umfarmorku frá bremsukerfinu til aflaukningar vélarinnar með sérstakri innspýtingu. Slíkur búnaður var notaður 2009 og hefur áhrif á þyngd bílanna, eins og annar búnaður. Í frétt Ferrari segir að akstursstíl Massa hafi ekki passað nógu vel við Ferrari bíl síðasta árs, en Massa telur að margt hafi breyst. "Ég vill vera samkeppnisfær frá fyrsta móti og tel að Pirelli dekkin muni hjálpa nér", sagði Massa um málið. "Í fyrra breytti Bridgestone framdekkjunum mikið miðað við 2009 dekkin og bíllinn varð mjög undirstýrður. Dekkin voru hörð og erfitt að koma réttum hita í þau. Ég reyndi að laga framdekkin, en þá virkuðu ekki afturdekkin sem skyldi og þetta var slagur. Pirelli virðist ætla vera með framdekk með meira grip. Það hentar mínum akstursstíl betur." Aðspurður um hvort hann hefði tryggingu frá liðinu að ekki yrðu einhverjar óþægilegarr uppákomur á tímabilinu sagði Massa; "Ég er að keppa í liði og vill vinna. Í treysti að liðinu 100% til að færa mér fullkominn bíl til að keppa til sigurs", sagði Massa. Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari hefur trú á því að hann fái sömu möguleika og Fernando Alonso í mótum ársins, en í fyrra varð hann að gefa sæti eftir til Alonso í einu móti. Ferrari taldi Alonso eiga meiri möguleika í stigamótinu, en nú byrja báðir á núlli og fá sömu þjónustu hjá Ferrrari. FIA refsaði Ferrari fyrir að láta Massa hleypa Alonso framúr í mótinu á Hockenheim, en Alonso varð í örðu sæti í heimsmeistaramótinu á eftir Sebastian Vettel, sem varð yngsti meistari sögunnar. Massa þarf eins og aðrir að takast á við nýtt ökutæki sem er hannað samkvæmt nýjum reglum og allir verða á Pirelli dekkjum á þessu ári, en voru á Bridgestone í fyrra. Þá verða tuttugu mót á árinu, þannig að keppnistímabilið verður lengra en í fyrra. Massa var spurður að því á heimasíðu Ferrari hvort hann hefði þurft að endurskoða æfingar hvað líkamann varðar. "Ég hef æft mikið. Venjulega er ég í Brasilíu, af því það er heitara þar og sumar. Í Evrópu er þetta erfiðara. Ég spáði líka í þyngdina útaf Kers", sagði Masssa, en um borð í Ferrari bílnum í ár og í fleiri bílum verður kerfi sem kallast Kers, en það nýtur umfarmorku frá bremsukerfinu til aflaukningar vélarinnar með sérstakri innspýtingu. Slíkur búnaður var notaður 2009 og hefur áhrif á þyngd bílanna, eins og annar búnaður. Í frétt Ferrari segir að akstursstíl Massa hafi ekki passað nógu vel við Ferrari bíl síðasta árs, en Massa telur að margt hafi breyst. "Ég vill vera samkeppnisfær frá fyrsta móti og tel að Pirelli dekkin muni hjálpa nér", sagði Massa um málið. "Í fyrra breytti Bridgestone framdekkjunum mikið miðað við 2009 dekkin og bíllinn varð mjög undirstýrður. Dekkin voru hörð og erfitt að koma réttum hita í þau. Ég reyndi að laga framdekkin, en þá virkuðu ekki afturdekkin sem skyldi og þetta var slagur. Pirelli virðist ætla vera með framdekk með meira grip. Það hentar mínum akstursstíl betur." Aðspurður um hvort hann hefði tryggingu frá liðinu að ekki yrðu einhverjar óþægilegarr uppákomur á tímabilinu sagði Massa; "Ég er að keppa í liði og vill vinna. Í treysti að liðinu 100% til að færa mér fullkominn bíl til að keppa til sigurs", sagði Massa.
Mest lesið Solskjær: Lét mig vinna launalaust Fótbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! Handbolti Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Handbolti Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Handbolti Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Handbolti „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Handbolti Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Handbolti „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Handbolti Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Dagskráin í dag: Hákon Arnar á Anfield Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira