Fréttaskýring: Evrulönd á krossgötum Friðrik Indriðason skrifar 17. janúar 2011 13:43 Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum." Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira
Margir topphagfræðingar hafa í dag lýst þeirri skoðun sinni að leyfa eigi Grikklandi að verða gjaldþrota. Slíkt eigi einnig að leyfa Portúgal og Írlandi ef þurfa þykir. Þetta kemur fram í leiðara í hinu virta tímariti The Economist og hjá greiningardeildum banka á borð við Goldman Sachs og Barclay´s. Gjaldþrotaleiðin myndi byggjast á svokallaðri Brady-áætlun frá níunda áratug síðustu aldar. Áætlunin er nefnd í höfuðið á Nicholas F. Brady þáverandi fjármálaráðherra Bandaríkjanna. Hún gekk út á að bjarga fjölda landa, einkum í Suður-Ameríku, frá gjaldþrotum með endurskipulagningu á skuldum þeirra. Í stuttu máli gekk Brady-áætlunin út á að skuldabréfum þessara landa var skipt út fyrir ný skuldbréf með lægra nafnvirði og/eða lægri vöxtum. Upphæðirnar og vaxtagreiðslurnar voru miðaðar við greiðslugetu viðkomandi lands. Fjárfestar tóku á sig höggið. Af þeim löndum sem fóru í gegnum þetta ferli má nefna Mexíkó, Brasilíu, Argentínu, Kosta Ríka, Ekvador, Pólland, Búlgaríu og Marokkó. Hvað stöðu Grikklands varðar hefur The Economist reiknað út að þrátt fyrir neyðarlán ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og blóðugan niðurskurð stjórnvalda í Grikklandi muni skuldir Grikkja halda áfram að vaxa. Árið 2015 verði skuldirnar orðnar 165% af landsframleiðslu landsins og þurfi Grikkir þá að nota 8-9% af landsframleiðslunni í að greiða vextina af skuldunum. Þetta sé algerlega ofvaxið gríska hagkerfinu. Í ítarlegri umfjöllun um skuldakreppuna meðal evrulandanna á börsen.dk segir að löndin standi á krossgötum og að árið í ár verði það örlagaríkasta í sögu myntbandalagsins. Í ár verði teknar pólitískar ákvarðanir sem muni hafa áhrif næstu áratugina. Í dag munu fjármálaráðherrar evrulandanna halda fund þar sem rætt verður hvernig skuldsettustu löndin eigi að lifa af í myntbandalaginu og hvernig komist verði hjá því að þau dragi evruna niður með sér í fallinu. Börsen vitnar í Ulrik Bie forstöðumann greiningardeildar Nykredit. Bie segir að sama hvaða aðgerðir verði ákveðnar muni þunginn af þeim á endanum lenda á þýskum skattgreiðendum. Þýskir skattgreiðendur hafi þó engann áhuga á að borga fyrir „fjármálasukk" annarra landa innan myntbandalagsins. Því megi líkja myntbandalaginu við pólitískt jarðsprengjusvæði. Meðal þeirra sem hvetja til Brady-áætlunar sem lausn fyrir verst settu löndin innan myntbandalagsins er Erik Nielsen aðalhagfræðingur Goldman Sachs í London. Nielsen segir í samtali við Bloomberg að þetta sé nokkuð sem verði að reyna. Michael Dicks einn af yfirmönnum Barlays Wealth Management er sammála Nielsen. Dicks segir að aðgerða sé þörf..."sem lengja afborgunartímabilið og minnka núvirði skuldanna. Þannig verði skuldabyrðunum skipt með eigendum skuldabréfanna og þær lendi ekki einungis á ríkissjóðunum."
Mest lesið Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Margrét hættir sem forstjóri Nova Viðskipti innlent Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Viðskipti erlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun nýs Disney-skemmtigarðs í Abú Dabí Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Sjá meira