Vettel stoltur af fyrstu skrefunum 2. febrúar 2011 09:16 Sebastian Vettel um borð í nýja Red Bull bílnum. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins. "Það er betra að vera á toppnum, en botninum. Þetta var fyrsti dagurinn og við ókum 93 hringi sem er nokkuð afrek og við höfum aldrei náð svona miklu út úr fyrsta deginum síðustu ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Mér líður vel í bílnum og skemmti mér vel og þetta var góð byrjun. Það er mikið eftir og við eigum eftir að æfa mikið og svo er langt tímabil framundan með 20 mótum. Það getur margt breyst á þessum tíma og menn verða að halda sig við efnið." "Við höfum bara stigið fyrsta skrefið og erum stoltir af því. Það er erfitt að bera okkur saman við aðra, en McLaren er t.d. ekk byrjað að æfa á nýja bílnum. Við erum bara að æfa og með ólík markmið, en stóru liðin McLaren, Ferrari og Mercedes verða framarlega og Renault gæti komið á óvart. Þeir eru með áhugaverða nýjung. Við sjáum hvað setur. "Það hefur margt breyst frá fyrr ári og margir takka sem þarf að ýta á núna í stýrinu. Við sjáum til hvernig gengur með það og nýju dekkin. Bíllinn virðist öðruvísi, en þó ekki svo mjög", sagði Vettel. Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel hjá Red Bull ók 2011 keppnisbíl sínum í fyrsta skipti í gær, á brautinni við Valencia á Spáni ásamt fjölda annarra ökumanna. Hann ók 93 hringi án þess að lenda í nokkrum vandræðum og náði besta tíma dagsins. "Það er betra að vera á toppnum, en botninum. Þetta var fyrsti dagurinn og við ókum 93 hringi sem er nokkuð afrek og við höfum aldrei náð svona miklu út úr fyrsta deginum síðustu ár", sagði Vettel í frétt á autosport.com. "Mér líður vel í bílnum og skemmti mér vel og þetta var góð byrjun. Það er mikið eftir og við eigum eftir að æfa mikið og svo er langt tímabil framundan með 20 mótum. Það getur margt breyst á þessum tíma og menn verða að halda sig við efnið." "Við höfum bara stigið fyrsta skrefið og erum stoltir af því. Það er erfitt að bera okkur saman við aðra, en McLaren er t.d. ekk byrjað að æfa á nýja bílnum. Við erum bara að æfa og með ólík markmið, en stóru liðin McLaren, Ferrari og Mercedes verða framarlega og Renault gæti komið á óvart. Þeir eru með áhugaverða nýjung. Við sjáum hvað setur. "Það hefur margt breyst frá fyrr ári og margir takka sem þarf að ýta á núna í stýrinu. Við sjáum til hvernig gengur með það og nýju dekkin. Bíllinn virðist öðruvísi, en þó ekki svo mjög", sagði Vettel.
Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira