Ár fáránleikans 31. desember 2011 00:01 Árið 2011 er á enda. Þvílíkt ár. Eitt það minnisstæðasta er hiklaust framtakssemi tveggja stúlkna úr ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, en þær héldu svokallað VIP-partí í höfuðstöðvum flokksins við Grensásveg. Fólk hreinlega elskaði að kjamsa á málinu og umfjöllun fjölmiðla setti ný viðmið, enda hafði Ríkissjónvarpið aldrei áður verið með beina útsendingu frá slíkum viðburði. Allir vildu komast í partíið. Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, stal senunni með eftirminnilegum hætti þegar fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sóttist eftir miða fyrir son sinn: „Þú getur halt þig eigið partí,“ sagði Sigmundur og orðin fengu umsvifalaust vængi. Steingrímur lét ekki segja sér það tvisvar og stóð fyrir umdeildu Dirty Night-kvöldi á skemmtistaðnum Players í Kópavogi skömmu síðar. Einn maður var öðrum fremri á tónlistarsviðinu og þakkaði fyrir sig með eftirminnilegum tónleikum í Hörpu eftir að hafa selt tæplega 30.000 eintök af plötu sinni Amma. Já, trúbadorinn Svavar Knútur sló öll met og söng sig inn í hvert einasta hjarta landsins. En gleðin var skammvinn. Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýsti yfir þjóðarsorg þegar Svavar skildi við söngkonuna Sinéad O‘Connor skömmu fyrir jól. Óbeislaðar tilfinningar þjóðarinnar á götum úti komust í kjölfarið í heimsfréttirnar. Tónlistarárið var að öðru leyti frábært. Hljómsveitin HAM, með borgarfulltrúann Gísla Martein Baldursson og grínistann Þorstein Guðmundsson í broddi fylkingar, sendi frá sér eina af plötum ársins og Árni Johnsen lék nýtt efni á Iceland Airwaves-hátíðinni við fádæma undirtektir. Gagnrýnendur tónlistartímarita á borð við Rolling Stone og Clash áttu vart orð til að lýsa frammistöðu Árna, sem gerði skömmu síðar samning við útgáfurisann Universal. Ekki má gleyma afreksfólkinu okkar á sviði íþrótta, en þar voru konur í aðalhlutverki. Landslið kvenna í handbolta gerði frækna ferð til Brasilíu og varð heimsmeistari eftir sigur á Frökkum í æsispennandi úrslitaleik. Norskir fjölmiðlar fjölluðu sérstaklega mikið um sigurinn, enda var liðinu stýrt af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Loks náði söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir stórkostlegum árangri á heimsmeistaramótinu í Cross Fit. Hún vann mótið og fékk nafnbótina hraustasta kona heims. En vandræði í einkalífinu vörpuðu skugga á árangurinn í lok árs þegar Anna sótti um skilnað við bandaríska auðkýfinginn Cal Worthington, stofnanda Microsoft. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Atli Fannar Bjarkason Mest lesið Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun
Árið 2011 er á enda. Þvílíkt ár. Eitt það minnisstæðasta er hiklaust framtakssemi tveggja stúlkna úr ungliðahreyfingu Framsóknarflokksins, en þær héldu svokallað VIP-partí í höfuðstöðvum flokksins við Grensásveg. Fólk hreinlega elskaði að kjamsa á málinu og umfjöllun fjölmiðla setti ný viðmið, enda hafði Ríkissjónvarpið aldrei áður verið með beina útsendingu frá slíkum viðburði. Allir vildu komast í partíið. Sigmundur Davíð, formaður Framsóknar, stal senunni með eftirminnilegum hætti þegar fjármálaráðherrann, Steingrímur J. Sigfússon, sóttist eftir miða fyrir son sinn: „Þú getur halt þig eigið partí,“ sagði Sigmundur og orðin fengu umsvifalaust vængi. Steingrímur lét ekki segja sér það tvisvar og stóð fyrir umdeildu Dirty Night-kvöldi á skemmtistaðnum Players í Kópavogi skömmu síðar. Einn maður var öðrum fremri á tónlistarsviðinu og þakkaði fyrir sig með eftirminnilegum tónleikum í Hörpu eftir að hafa selt tæplega 30.000 eintök af plötu sinni Amma. Já, trúbadorinn Svavar Knútur sló öll met og söng sig inn í hvert einasta hjarta landsins. En gleðin var skammvinn. Ólafur Ragnar Grímsson forseti lýsti yfir þjóðarsorg þegar Svavar skildi við söngkonuna Sinéad O‘Connor skömmu fyrir jól. Óbeislaðar tilfinningar þjóðarinnar á götum úti komust í kjölfarið í heimsfréttirnar. Tónlistarárið var að öðru leyti frábært. Hljómsveitin HAM, með borgarfulltrúann Gísla Martein Baldursson og grínistann Þorstein Guðmundsson í broddi fylkingar, sendi frá sér eina af plötum ársins og Árni Johnsen lék nýtt efni á Iceland Airwaves-hátíðinni við fádæma undirtektir. Gagnrýnendur tónlistartímarita á borð við Rolling Stone og Clash áttu vart orð til að lýsa frammistöðu Árna, sem gerði skömmu síðar samning við útgáfurisann Universal. Ekki má gleyma afreksfólkinu okkar á sviði íþrótta, en þar voru konur í aðalhlutverki. Landslið kvenna í handbolta gerði frækna ferð til Brasilíu og varð heimsmeistari eftir sigur á Frökkum í æsispennandi úrslitaleik. Norskir fjölmiðlar fjölluðu sérstaklega mikið um sigurinn, enda var liðinu stýrt af Norðmanninum Ole Gunnar Solskjær. Loks náði söngkonan Anna Mjöll Ólafsdóttir stórkostlegum árangri á heimsmeistaramótinu í Cross Fit. Hún vann mótið og fékk nafnbótina hraustasta kona heims. En vandræði í einkalífinu vörpuðu skugga á árangurinn í lok árs þegar Anna sótti um skilnað við bandaríska auðkýfinginn Cal Worthington, stofnanda Microsoft.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun