Haglél og Brakið seldust í 50 þúsund eintökum 29. desember 2011 14:00 metsala Hvorki Mugison né Yrsa Sigurðardóttir hafa áður selt jafnmörg eintök af útgáfum sínum fyrir jólin.fréttablaðið/valli Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, og Yrsa Sigurðardóttir eru metsölukóngur og -drottning ársins hvað íslenska plötu- og bókaútgáfu varðar. Haglél Mugisons seldist í hvorki meira né minna en tæpum 5.700 eintökum síðustu vikuna fyrir jól samkvæmt Tónlistanum. Að sama skapi er Brakið eftir Yrsu mest selda bók ársins samkvæmt metsölulista bókaverslana sem var birtur í gær, á undan Einvígi Arnaldar Indriðasonar og Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson. Um tuttugu þúsund eintök hafa selst af Brakinu, sem var prentuð í 22 þúsund eintökum og er uppseld hjá útgefanda en ljóst er að eitthvað verður um skil á bókinni. Því sama má búast við um Haglél Mugisons. Þau 30 þúsund eintök sem voru prentuð af henni eru uppseld á lager. Um eitt þúsund eintök eru þó fáanleg vítt og breitt um landið. Yrsa hefur bætt sölutölur sínar um í kringum fimm þúsund eintök miðað við síðasta ár þegar Ég man þig seldist í um fimmtán þúsund eintökum eftir skil. Sú bók er núna farin í um 22 þúsund eintökum þegar kiljuútgáfa hennar er tekin með í reikninginn. Brakið er einmitt væntanleg í kilju í lok febrúar. Síðasta plata Mugisons, Mugiboogie, hefur selst í um 25 þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir fjórum árum. Það er vitaskuld mjög góður árangur en Haglél stendur henni þó mun framar í vinsældum. Mugison sló eigið met með því að selja tæp 5.700 eintök af Hagléli á einni viku, sem er gullsala. Áður hafði hann sett met í plötusölu á einni viku samkvæmt Tónlistanum með rúmlega 3.500 eintaka sölu vikuna þar á undan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Búast má við að ókeypis tónleikar hans í Hörpunni og víðar um landið, auk beinu útsendingarinnar í Sjónvarpinu 22. desember hafi ýtt verulega undir söluna þessa síðustu viku fyrir jól, sérstaklega á Þorláksmessu. Einnig eru dæmi um það að fyrirtæki hafi keypt Haglél og gefið hana í jólagjöf, þar á meðal tvö stór fyrirtæki. Samkvæmt Baldvini Esra Einarssyni hjá Kimi Records sem dreifir Hagléli stendur til að prenta fleiri eintök af plötunni í janúar. Á sama tíma eru uppi hugmyndir um að prenta fjórar eldri plötur Mugisons á nýjan leik og selja þær í einum og sama pakkanum. freyr@frettabladid.is Lífið Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Örn Elías Guðmundsson, eða Mugison, og Yrsa Sigurðardóttir eru metsölukóngur og -drottning ársins hvað íslenska plötu- og bókaútgáfu varðar. Haglél Mugisons seldist í hvorki meira né minna en tæpum 5.700 eintökum síðustu vikuna fyrir jól samkvæmt Tónlistanum. Að sama skapi er Brakið eftir Yrsu mest selda bók ársins samkvæmt metsölulista bókaverslana sem var birtur í gær, á undan Einvígi Arnaldar Indriðasonar og Gamlingjanum sem skreið út um gluggann og hvarf eftir Svíann Jonas Jonasson. Um tuttugu þúsund eintök hafa selst af Brakinu, sem var prentuð í 22 þúsund eintökum og er uppseld hjá útgefanda en ljóst er að eitthvað verður um skil á bókinni. Því sama má búast við um Haglél Mugisons. Þau 30 þúsund eintök sem voru prentuð af henni eru uppseld á lager. Um eitt þúsund eintök eru þó fáanleg vítt og breitt um landið. Yrsa hefur bætt sölutölur sínar um í kringum fimm þúsund eintök miðað við síðasta ár þegar Ég man þig seldist í um fimmtán þúsund eintökum eftir skil. Sú bók er núna farin í um 22 þúsund eintökum þegar kiljuútgáfa hennar er tekin með í reikninginn. Brakið er einmitt væntanleg í kilju í lok febrúar. Síðasta plata Mugisons, Mugiboogie, hefur selst í um 25 þúsund eintökum síðan hún kom út fyrir fjórum árum. Það er vitaskuld mjög góður árangur en Haglél stendur henni þó mun framar í vinsældum. Mugison sló eigið met með því að selja tæp 5.700 eintök af Hagléli á einni viku, sem er gullsala. Áður hafði hann sett met í plötusölu á einni viku samkvæmt Tónlistanum með rúmlega 3.500 eintaka sölu vikuna þar á undan, eins og Fréttablaðið greindi frá. Búast má við að ókeypis tónleikar hans í Hörpunni og víðar um landið, auk beinu útsendingarinnar í Sjónvarpinu 22. desember hafi ýtt verulega undir söluna þessa síðustu viku fyrir jól, sérstaklega á Þorláksmessu. Einnig eru dæmi um það að fyrirtæki hafi keypt Haglél og gefið hana í jólagjöf, þar á meðal tvö stór fyrirtæki. Samkvæmt Baldvini Esra Einarssyni hjá Kimi Records sem dreifir Hagléli stendur til að prenta fleiri eintök af plötunni í janúar. Á sama tíma eru uppi hugmyndir um að prenta fjórar eldri plötur Mugisons á nýjan leik og selja þær í einum og sama pakkanum. freyr@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira