Hannar uppvakninga fyrir næstu stórmynd Brad Pitt 28. desember 2011 11:00 Mikið brelluverk Fyrsta stiklan úr John Carter var frumsýnd fyrir skemmstu, en Ummi Guðjónsson (til vinstri) kom að gerð hennar. Hún er mikið tæknibrelluþrekvirki og hafði Ummi yfirumsjón með því að hreinsa út allan vitnisburð um tölvutæknibrellur og kvikun. Ummi hannar þessa dagana uppvakninga fyrir nýjustu kvikmynd Brad Pitt, World War Z. „Við erum komnir mjög stutt á veg með World War Z en hún verður sérstök og mjög áhugaverð," segir Unnsteinn Guðjónsson, eða Ummi eins og hann er alla jafna kallaður. Ummi vinnur hjá Moving Pictures Company í London sem hefur yfirumsjón með gerð tæknibrellna fyrir kvikmynd Brad Pitt, World War Z. Meðal verkefna Umma er að hanna uppvakninga fyrir mynd stórstjörnunnar. Ummi er enginn nýgræðingur í þessu fagi, hefur unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, tvær Harry Potter-kvikmyndir og svo myndina sem öllu breytti; Avatar. Þrívíddartæknin sem James Cameron bauð upp á í þeirri mynd hefur gjörbylt allri kvikmyndagerðinni í Hollywood og gert starf Umma og fleiri tölvutæknibrellumeistara að einu því mikilvægasta í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Enda viðurkennir Ummi að hann hafi úr nægum verkefnum að moða. „Þetta er mjög fínn tími til að vinna í þessu," segir Ummi, sem hætti nýlega hjá fyrirtækinu Cinesite og er nú á mála hjá Moving Pictures Company. „Þeir buðu mjög góða stöðu og munurinn á þeirra fyrirtæki og hinu sem ég var hjá er að þeir hafa gríðarlega mikið af verkefnum. Ég ræð mér líka meira sjálfur og ber ábyrgð á minni deild," útskýrir Ummi, en Moving Pictures Company er eitt virtasta og fremsta fyrirtækið í eftirvinnslu og tölvutæknibrellum um þessar mundir og sá meðal annars um þessa hluti fyrir síðustu Harry Potter-myndina, X-Men: First Class og sjóræningjamyndina On Stranger Tides. Áður en Ummi kvaddi sinn gamla vinnustað lauk hann störfum við kvikmynd sem hefur verið lengi inni á borði hjá honum, John Carter. Myndin er byggð á samnefndri sögu Edgar Rice Burroughs, höfundar Tarzans, og stikla úr henni var nýlega frumsýnd á netinu. „John Carter var ekki auðvelt verkefni og fór raunar ansi nálægt því að keyra mörg fyrirtæki í þrot. En þetta er eitt besta verkefni sem ég hef gert og ég var á heimavelli í því sem ég var að gera. Myndin er eitt stærsta verkefnið sem hefur verið unnið í London," segir Ummi, sem hafði yfirumsjón með því að hreinsa burt allan vitnisburð um tölvutæknibrellur og „animation" eða kvikun og hafði tvo til fjóra starfsmenn sér til halds og trausts. Þeir sem hafa séð stikluna geta rétt ímyndað sér hvernig sú vinna hefur verið. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira
„Við erum komnir mjög stutt á veg með World War Z en hún verður sérstök og mjög áhugaverð," segir Unnsteinn Guðjónsson, eða Ummi eins og hann er alla jafna kallaður. Ummi vinnur hjá Moving Pictures Company í London sem hefur yfirumsjón með gerð tæknibrellna fyrir kvikmynd Brad Pitt, World War Z. Meðal verkefna Umma er að hanna uppvakninga fyrir mynd stórstjörnunnar. Ummi er enginn nýgræðingur í þessu fagi, hefur unnið við kvikmyndir á borð við Batman Begins, tvær Harry Potter-kvikmyndir og svo myndina sem öllu breytti; Avatar. Þrívíddartæknin sem James Cameron bauð upp á í þeirri mynd hefur gjörbylt allri kvikmyndagerðinni í Hollywood og gert starf Umma og fleiri tölvutæknibrellumeistara að einu því mikilvægasta í kvikmyndabransanum um þessar mundir. Enda viðurkennir Ummi að hann hafi úr nægum verkefnum að moða. „Þetta er mjög fínn tími til að vinna í þessu," segir Ummi, sem hætti nýlega hjá fyrirtækinu Cinesite og er nú á mála hjá Moving Pictures Company. „Þeir buðu mjög góða stöðu og munurinn á þeirra fyrirtæki og hinu sem ég var hjá er að þeir hafa gríðarlega mikið af verkefnum. Ég ræð mér líka meira sjálfur og ber ábyrgð á minni deild," útskýrir Ummi, en Moving Pictures Company er eitt virtasta og fremsta fyrirtækið í eftirvinnslu og tölvutæknibrellum um þessar mundir og sá meðal annars um þessa hluti fyrir síðustu Harry Potter-myndina, X-Men: First Class og sjóræningjamyndina On Stranger Tides. Áður en Ummi kvaddi sinn gamla vinnustað lauk hann störfum við kvikmynd sem hefur verið lengi inni á borði hjá honum, John Carter. Myndin er byggð á samnefndri sögu Edgar Rice Burroughs, höfundar Tarzans, og stikla úr henni var nýlega frumsýnd á netinu. „John Carter var ekki auðvelt verkefni og fór raunar ansi nálægt því að keyra mörg fyrirtæki í þrot. En þetta er eitt besta verkefni sem ég hef gert og ég var á heimavelli í því sem ég var að gera. Myndin er eitt stærsta verkefnið sem hefur verið unnið í London," segir Ummi, sem hafði yfirumsjón með því að hreinsa burt allan vitnisburð um tölvutæknibrellur og „animation" eða kvikun og hafði tvo til fjóra starfsmenn sér til halds og trausts. Þeir sem hafa séð stikluna geta rétt ímyndað sér hvernig sú vinna hefur verið. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Lífið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi íbúð listakonu til sölu Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Sjá meira