Ameríka gegn Svíþjóð 22. desember 2011 06:15 Rooney Mara hefði varla getað fengið erfiðara hlutverk þegar David Fincher ákvað að velja hana sem Lisbeth Salander. Noomi Rapace hafði tekist að gera andfélagslega tölvuhakkarann að sínum og margir voru efins um að hinni bandarísku leikkonu tækist að feta í fótspor hennar. Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is Golden Globes Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Sjá meira
Kvikmyndin The Girl with the Dragon Tattoo verður loks frumsýnd um helgina. Hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu enda byggð á einni bestu spennusögu seinni tíma. Margir, sérstaklega í norðanverðri Evrópu, supu hveljur þegar fréttist af því að Ameríkanarnir ætluðu að gera sína eigin útgáfu af fyrstu bók Stiegs Larsson, Karlar sem hata konur. Noomi Rapace, sem hafði stigið sín fyrstu skref í kvikmyndaleik undir verndarvæng Hrafns Gunnlaugssonar, tókst með undraverðum hætti að skapa hina andfélagslegu Lisbeth Salander og gera hana að sinni. Einhverjir róuðust töluvert þegar nafn Davids Fincher skaut upp kollinum, hann hafði jú kvikmyndir á borð við Se7en og Fight Club á ferilskránni og virtist hafa nægjanlega þekkingu á hinum drungalega heimi sem kvikmyndin á að gerast í. Enn voru hins vegar margir á nálum og óttuðust að Hollywood-stjarna yrði dubbuð upp í hlutverk Salander. Og það kom á daginn, stærstu stjörnurnar börðust um hlutverkið, Scarlett Johansson, Natalie Portman, listinn var nánast endalaus. En Fincher tók áhættu, valdi hina óreyndu Rooney Mara fram yfir allar hinar en hinar. Nafnið hringdi engum bjöllum þótt einhverjir fíklar í ameríska ruðningnum könnuðust við nafnasamhengið. Móðurafi hennar, Art Rooney, stofnaði stórliðið Pittsburgh Steelers en föðurafi hennar, Tim Mara, á heiðurinn af stofnun New York Giants. Fincher hafði unnið með Rooney Mara í Social Network þar sem hlutverk hennar var lítið – hún lék kærustu Marks Zuckerberg. Þar áður hafði hún leikið í endurgerð á hryllingsmyndinni Nightmare on Elmstreet og svo rómantísku gamanmyndinni Youth in Revolt. Mara hefur hins vegar blásið á allar efasemdaraddir, hún nálgast Salander á nýjan hátt og virðist hafa tekist vel upp, allavega er hún tilnefnd til Golden Globe-verðlauna. En þá var komið að hinu stóra hlutverkinu, Mikael Blomkvist, rannsóknarblaðamanninum á tímaritinu Millennium sem giljar konur og flettir ofan af auðjöfrum þess á milli. Ólíkt Rapace voru skiptar skoðanir um Michael Nykvist í hlutverki Blomkvists. Sumum fannst hann ekki nógu heillandi fyrir hlutverk kvennaljómans. Líkt og með Salander-hlutverkið börðust stærstu stjörnurnar um Blomkvist, George Clooney og Brad Pitt þar á meðal. En Fincher fékk óvænta gjöf þegar Skyfall, nýjustu James Bond-myndinni, var frestað um óákveðinn tíma og Daniel Craig, einn helsti töffari hvíta tjaldsins, var óvænt á lausu. „Hlutverkið var fullkomið fyrir mig, ég er frá Norður-Englandi þar sem er kalt og dimmt, fólk drekkur og syngur og elskar að hræða líftóruna úr hvort öðru," hefur breska blaðið The Sun eftir honum. The Girl with the Dragon Tattoo hefur fengið afbragðs dóma í Ameríku, samkvæmt rottentomatoes.com eru 86 prósent gagnrýnenda sáttir. Metacritic, sem vinnur eftir svipaðri hugmyndafræði, gefur henni 73 prósent og hún fær 7,4 í einkunn hjá notendum imdb.com. Fincher er sjálfur það sáttur við myndina að samkvæmt síðustu fréttum að vestan íhugar hann nú alvarlega að leikstýra næstu tveimur myndum sjálfur. „Ég myndi þá gera þær samtímis," sagði Fincher í samtali við vefsíðuna collider.com. freyrgigja@frettabladid.is
Golden Globes Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Sjá meira