Fagmennskan í fyrirrúmi Trausti Júlíusson skrifar 20. desember 2011 16:00 Gullvagninn með Björgvini Halldórssyni. Tónlist. Gullvagninn. Björgvin Halldórsson. Árið 2005 sendi Björgvin Halldórsson frá sér þriggja diska safnpakka, Ár og öld, sem var það flottasta sem þá hafði verið gefið út hérlendis í safnplötubransanum. Síðan hefur íslenskum plötuútgefendum farið mikið fram í því að setja saman viðhafnarútgáfur og yfirlitspakka þannig að nú þegar Björgvin fagnar 60 ára afmælinu með nýjum plötupakka þá hafa viðmiðin hækkað og kröfurnar aukist. Það er hægt að segja það strax að karlinn er ekkert að klikka á þessu frekar en fyrri daginn. Gullvagninn er sérstaklega flottur gripur. Þetta eru fimm diskar og bók með greinargóðum upplýsingum, flottu myndefni og texta um Björgvin eftir Jónatan Garðarsson. Allt er þetta bundið inn í harðspjaldabók sem svo er rennt inn í veglega öskju. Í einu orði sagt glæsilegt. Það eru fjórir geisladiskar með tónlist í pakkanum, alls 88 lög. Þeim er skipt upp eftir efni og heita Söngvarinn, Dúettar, Höfundurinn og Hljómsveitir. Auk þess er DVD-diskur með afmælistónleikum stjörnunnar í Háskólabíói í vor og viðtalsþættinum Bolur inn við bein, sem RÚV gerði í tilefni af sextugsafmælinu, en þar talaði Þórhallur Gunnarsson við Björgvin og rifjað var upp gamalt efni. Björgvin er búinn að vera „mainstream" mjög lengi sem þýðir að það er fullt af ofurvinsælum lögum í þessum pakka – fullt af sígildu poppi, en kannski líka lög sem einhverjir eru búnir að fá sig fullsadda af. Inn á milli leynist samt minna þekkt efni. Þemaskiptingin á plötunum fjórum er fínt mál og dregur fram mismunandi hliðar á Björgvini. Það sem kom mér einna mest á óvart er hvað hann hefur sjálfur samið mikið af sínum bestu lögum.Björgvin Halldórsson.Björgvin leggur alltaf mikinn metnað í það sem hann gerir og það heyrist vel hér. Það ræðst svo af smekk hvers og eins hvaða skeið eða tónlistarverkefni eru í mestu uppáhaldi. Er það Brimkló? Vísnaplöturnar? HLH? Íslandslög? Lónlí Blú Bojs? Eða dúettaplöturnar? Eða kannski Ævintýri? Hver dæmir fyrir sig. Það er gæðatónlist á öllum plötunum fjórum, en Dúettaplatan höfðar samt minnst til mín. Það er líka mikill fengur í DVD-disknum. Afmælistónleikarnir frá því í vor tókust vel og viðtalsþátturinn við Þórhall er stórskemmtilegur og fullur af gömlum myndskeiðum. Á heildina litið er Gullvagninn sérstaklega glæsilegur safnpakki. Einn af þeim flottustu sem hafa komið út hér á landi. Niðurstaða: Bo vandar til verka eins og fyrri daginn. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Tónlist. Gullvagninn. Björgvin Halldórsson. Árið 2005 sendi Björgvin Halldórsson frá sér þriggja diska safnpakka, Ár og öld, sem var það flottasta sem þá hafði verið gefið út hérlendis í safnplötubransanum. Síðan hefur íslenskum plötuútgefendum farið mikið fram í því að setja saman viðhafnarútgáfur og yfirlitspakka þannig að nú þegar Björgvin fagnar 60 ára afmælinu með nýjum plötupakka þá hafa viðmiðin hækkað og kröfurnar aukist. Það er hægt að segja það strax að karlinn er ekkert að klikka á þessu frekar en fyrri daginn. Gullvagninn er sérstaklega flottur gripur. Þetta eru fimm diskar og bók með greinargóðum upplýsingum, flottu myndefni og texta um Björgvin eftir Jónatan Garðarsson. Allt er þetta bundið inn í harðspjaldabók sem svo er rennt inn í veglega öskju. Í einu orði sagt glæsilegt. Það eru fjórir geisladiskar með tónlist í pakkanum, alls 88 lög. Þeim er skipt upp eftir efni og heita Söngvarinn, Dúettar, Höfundurinn og Hljómsveitir. Auk þess er DVD-diskur með afmælistónleikum stjörnunnar í Háskólabíói í vor og viðtalsþættinum Bolur inn við bein, sem RÚV gerði í tilefni af sextugsafmælinu, en þar talaði Þórhallur Gunnarsson við Björgvin og rifjað var upp gamalt efni. Björgvin er búinn að vera „mainstream" mjög lengi sem þýðir að það er fullt af ofurvinsælum lögum í þessum pakka – fullt af sígildu poppi, en kannski líka lög sem einhverjir eru búnir að fá sig fullsadda af. Inn á milli leynist samt minna þekkt efni. Þemaskiptingin á plötunum fjórum er fínt mál og dregur fram mismunandi hliðar á Björgvini. Það sem kom mér einna mest á óvart er hvað hann hefur sjálfur samið mikið af sínum bestu lögum.Björgvin Halldórsson.Björgvin leggur alltaf mikinn metnað í það sem hann gerir og það heyrist vel hér. Það ræðst svo af smekk hvers og eins hvaða skeið eða tónlistarverkefni eru í mestu uppáhaldi. Er það Brimkló? Vísnaplöturnar? HLH? Íslandslög? Lónlí Blú Bojs? Eða dúettaplöturnar? Eða kannski Ævintýri? Hver dæmir fyrir sig. Það er gæðatónlist á öllum plötunum fjórum, en Dúettaplatan höfðar samt minnst til mín. Það er líka mikill fengur í DVD-disknum. Afmælistónleikarnir frá því í vor tókust vel og viðtalsþátturinn við Þórhall er stórskemmtilegur og fullur af gömlum myndskeiðum. Á heildina litið er Gullvagninn sérstaklega glæsilegur safnpakki. Einn af þeim flottustu sem hafa komið út hér á landi. Niðurstaða: Bo vandar til verka eins og fyrri daginn.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira