Glatað tækifæri vinstristjórnar Ólafur Stephensen skrifar 19. desember 2011 07:00 Kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa forystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vísbendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar. Fréttablaðið sagði um helgina frá einni slíkri, þeirri fjórðu sem gerð er eftir hrun. Hún sýnir ekki miklar breytingar frá því í fyrra, en staðfestir einmitt að sú mikla vinstribylgja sem bar núverandi stjórnarflokka inn í stjórnarráðið snemma árs 2009 hefur að mestu leyti fjarað út. Þannig hefur fylgi stjórnarflokkanna minnkað úr 51,5% í síðustu kosningum og mælist nú aðeins um 31,1% samanlagt, sem myndi skila þeim um þriðjungi þingsæta. Í apríl 2009, þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar töluðu um hugmyndafræðileg þáttaskil í landinu og kenndu stefnu Sjálfstæðisflokksins um allt sem miður hafði farið í hruninu, mældist stuðningur við stjórnarflokkana raunar enn meiri, eða tæplega 60%. Þá sagðist einnig meirihluti aðspurðra treysta öðrum hvorum stjórnarflokknum bezt til að fara með alla málaflokkana þrettán sem spurt var um. Strax í fyrra hafði þetta breytzt og myndin er nú áfram svipuð; flestir segjast treysta Vinstri grænum til að sinna umhverfismálum og rannsókn á bankahruninu, en í öllum öðrum málaflokkum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið forystuna. Það er ekki sízt í efnahagsmálunum sem traust á stjórnarflokkunum hefur hrunið. Fleiri segjast nú treysta Sjálfstæðisflokknum en fylgi hans segir til um í málaflokkum tengdum efnahagsmálum, atvinnu- og skattamálum. Athyglisvert er að ein mesta breytingin frá því í fyrra snýr að nýtingu náttúruauðlinda. Þar hefur þeim fækkað verulega, sem treysta VG bezt, en að sama skapi fjölgar þeim sem leggja traust sitt á Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta endurspeglar afstöðu almennings til deilna bæði innan ríkisstjórnarinnar og milli stjórnar og stjórnarandstöðu um nýtingu fiskimiða og orkulinda og erlendar fjárfestingar. Þar nýtur stefna VG minnkandi vinsælda. Niðurstöður könnunar MMR staðfesta að vinstriflokkarnir hafa gloprað úr höndum sér því mikla tækifæri sem þeir fengu þegar þeir mynduðu fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn Íslandssögunnar. Og sýna að sama skapi fram á að Sjálfstæðisflokkurinn á aftur færi á að ná forystu í íslenzkum stjórnmálum. Það sem könnunin nær þó ekki utan um er hinn stóri hópur sem er kominn með ógeð á öllum gömlu stjórnmálaflokkunum og er mjög óviss hvað hann muni kjósa. Sá hópur er stór, eins og sést á að því að aðeins um 60% svarenda tóku afstöðu til spurninganna í könnuninni að meðaltali. Enn er sá möguleiki fyrir hendi að nýtt eða ný framboð, sem setja fram skýra stefnuskrá, umbylti á ný því fremur gamalkunnuga pólitíska landslagi, sem birtist í þessum könnunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason Skoðun
Kannanir Markaðs- og miðlarannsókna (MMR) á því hvaða stjórnmálaflokki fólk treysti bezt til að hafa forystu í tilteknum málaflokkum gefa áhugaverðar vísbendingar um þróun hins pólitíska landslags, umfram einfaldar fylgismælingar. Fréttablaðið sagði um helgina frá einni slíkri, þeirri fjórðu sem gerð er eftir hrun. Hún sýnir ekki miklar breytingar frá því í fyrra, en staðfestir einmitt að sú mikla vinstribylgja sem bar núverandi stjórnarflokka inn í stjórnarráðið snemma árs 2009 hefur að mestu leyti fjarað út. Þannig hefur fylgi stjórnarflokkanna minnkað úr 51,5% í síðustu kosningum og mælist nú aðeins um 31,1% samanlagt, sem myndi skila þeim um þriðjungi þingsæta. Í apríl 2009, þegar forystumenn ríkisstjórnarinnar töluðu um hugmyndafræðileg þáttaskil í landinu og kenndu stefnu Sjálfstæðisflokksins um allt sem miður hafði farið í hruninu, mældist stuðningur við stjórnarflokkana raunar enn meiri, eða tæplega 60%. Þá sagðist einnig meirihluti aðspurðra treysta öðrum hvorum stjórnarflokknum bezt til að fara með alla málaflokkana þrettán sem spurt var um. Strax í fyrra hafði þetta breytzt og myndin er nú áfram svipuð; flestir segjast treysta Vinstri grænum til að sinna umhverfismálum og rannsókn á bankahruninu, en í öllum öðrum málaflokkum hefur Sjálfstæðisflokkurinn tekið forystuna. Það er ekki sízt í efnahagsmálunum sem traust á stjórnarflokkunum hefur hrunið. Fleiri segjast nú treysta Sjálfstæðisflokknum en fylgi hans segir til um í málaflokkum tengdum efnahagsmálum, atvinnu- og skattamálum. Athyglisvert er að ein mesta breytingin frá því í fyrra snýr að nýtingu náttúruauðlinda. Þar hefur þeim fækkað verulega, sem treysta VG bezt, en að sama skapi fjölgar þeim sem leggja traust sitt á Samfylkinguna og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta endurspeglar afstöðu almennings til deilna bæði innan ríkisstjórnarinnar og milli stjórnar og stjórnarandstöðu um nýtingu fiskimiða og orkulinda og erlendar fjárfestingar. Þar nýtur stefna VG minnkandi vinsælda. Niðurstöður könnunar MMR staðfesta að vinstriflokkarnir hafa gloprað úr höndum sér því mikla tækifæri sem þeir fengu þegar þeir mynduðu fyrstu hreinræktuðu vinstristjórn Íslandssögunnar. Og sýna að sama skapi fram á að Sjálfstæðisflokkurinn á aftur færi á að ná forystu í íslenzkum stjórnmálum. Það sem könnunin nær þó ekki utan um er hinn stóri hópur sem er kominn með ógeð á öllum gömlu stjórnmálaflokkunum og er mjög óviss hvað hann muni kjósa. Sá hópur er stór, eins og sést á að því að aðeins um 60% svarenda tóku afstöðu til spurninganna í könnuninni að meðaltali. Enn er sá möguleiki fyrir hendi að nýtt eða ný framboð, sem setja fram skýra stefnuskrá, umbylti á ný því fremur gamalkunnuga pólitíska landslagi, sem birtist í þessum könnunum.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun