Erfitt fyrir þá ensku Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 17. desember 2011 06:30 Mun Kolbeinn Sigþórsson ná sér fyrir leikinn á Old Trafford? Mynd/Nordic Photos/Getty Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira
Óhætt er að segja að ensk lið hafi ekki fengið auðvelda andstæðinga þegar dregið var í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu annars vegar og 32-liða úrslit Evrópudeildar UEFA hins vegar í gær. Einnig var dregið í 16-liða úrslit síðarnefndu keppninnar. Í Meistaradeildinni þurfa Lundúnaliðin Arsenal og Chelsea að byrja á Ítalíu. Arsenal fékk stórlið AC Milan en Chelsea leikur gegn Napoli sem sá til þess ásamt Bayern München að Manchester City komst ekki áfram í Meistaradeildina. Manchester-liðin City og United urðu nefnilega bæði í þriðja sæti í sínum riðlum í Meistaradeildinni og fara því í Evrópudeildina eftir áramót. City dróst gegn núverandi meisturum Porto í 32-liða úrslitunum og United fékk líka erfiðan leik – gegn Kolbeini Sigþórssyni og samherjum í hollenska liðinu Ajax. Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar og óvíst hvort Kolbeinn verður orðinn heill af öxlameiðslum sínum sem hafa haldið honum frá keppni síðustu vikur og mánuði. Þriðja enska liðið, Stoke, mætir svo Valencia frá Spáni og ljóst að þar verður við ramman reip að draga fyrir Tony Pulis og hans menn. Hollensku liðin Ajax og AZ Alkmaar eru einu Íslendingaliðin í Evrópudeildinni en Jóhann Berg Guðmundsson leikur með síðarnefnda liðinu. AZ dróst gegn Anderlecht frá Belgíu í 32-liða úrslitunum og ef Jóhann Berg og félagar komast áfram mæta þeir mögulega Udinese sem situr nú á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Af öðrum áhugaverðum viðureignum í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar má nefna að Evrópumeistarar Barcelona mæta Bayer Leverkusen frá Þýskalandi og Real Madrid leikur gegn CSKA Moskvu frá Rússlandi. Þá glöddust Svisslendingar sjálfsagt mikið því FC Basel mætir „stóra bróður" frá Þýskalandi, FC Bayern München.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Í beinni: Chelsea - West Ham | Lundúnaslagur á lokadegi gluggans Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Albert skoraði á móti gömlu félögunum Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Lewandowski tryggði Barcelona sigur Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Sjá meira