Tekur frá Eurovision-hallir fyrir Frostrósar-tónleika 16. desember 2011 11:00 Samúel Kristjánsson ætlar að flytja Frostrósar-þemað til Noregs og Svíþjóðar. Fréttablaðið/GVA Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tónleikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. „Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta," segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í löndunum tveimur. Samúel er nýkominn heim frá Ósló þar sem hann var að ganga frá samningum þess efnis en jafnframt er verið að skoða tónleikastaði í Danmörku og Finnlandi. Þegar yfir lýkur gætu Frostrósar-borgirnar því orðið tuttugu í Skandinavíu. Samúel hefur þegar gengið frá leigu á tveimur stærstu tónleikasölum Svíþjóðar og Noregs; það er Globen í Stokkhólmi og Spektrum í Ósló. Þessar hallir eiga það báðar sameiginlegt að hafa hýst Eurovision-keppni. Spurður hvort íslenskir söngvarar muni koma við sögu efast Samúel um það, sýningarnar verði byggðar upp með söngfuglum hvers lands. Hann gerir sér jafnframt vonir um að Sissel Kyrkjebø verði þeim innan handar við tónleikahaldið. „Hún var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka sér frí í tvö ár en gerði alveg sérstaka undantekningu fyrir Ísland," segir Samúel. Frostrósir hafa slegið í gegn hér á landi og árið í ár var engin undantekning. Allt tal um kreppu og samdrátt virðist því ekki eiga við rök að styðjast þegar kemur að þessum jólatónleikum. „Við fengum 27 þúsund gesti í fyrra og ég reikna með að við náum þeirri tölu aftur." Viðskiptablaðið birti í október frétt þess efnis að Frostrósar-tónleikarnir myndu velta 250 milljónum króna í miðasölu en Samúel segir þá tölu aðeins of háa, hún sé á bilinu 150 til 170 milljónir. „En kostnaðurinn er líka gríðarlegur. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið nokkuð góð og við höfum komið út réttum megin við núllið," segir Samúel.Sissell Kyrkjebo.Fjórir Frostrósar Klassík-tónleikar fóru fram í Hörpu um síðustu helgi þar sem Kyrkjebø söng með íslenskum söngvurum. Orðrómur var á kreiki um að brögð hefðu verið í tafli með þriðju tónleikana sem voru um miðjan dag á sunnudeginum en á vefsíðunni midi.is var auglýst að uppselt væri á þá. Samúel segir að þeir tónleikar hafi verið keyptir af fjórum fyrirtækjum, þeir voru styttri eða aðeins fimmtíu mínútur. Hann þvertekur því fyrir að einhverjum blekkingum hafi verið beitt. „Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að setja þessa tónleika á netið og ákváðum að gera það." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira
Frostrósar-tónleikaröðin mun velta í kringum 150 til 170 milljónum þegar yfir lýkur. Forsvarsmenn tónleikaraðarinnar ætla sér stóra hluti á næsta ári. „Við erum búnir að ganga frá þessu og ætlum að gera þetta á næsta ári. Þetta hefur staðið til síðustu tvö ár en alltaf verið frestað. Nú ætlum við hins vegar að kýla á þetta," segir Samúel Kristjánsson. Hann ætlar að flytja út Frostrósar-þema sitt til Noregs og Svíþjóðar og halda þar tónleika í fjórtán borgum í löndunum tveimur. Samúel er nýkominn heim frá Ósló þar sem hann var að ganga frá samningum þess efnis en jafnframt er verið að skoða tónleikastaði í Danmörku og Finnlandi. Þegar yfir lýkur gætu Frostrósar-borgirnar því orðið tuttugu í Skandinavíu. Samúel hefur þegar gengið frá leigu á tveimur stærstu tónleikasölum Svíþjóðar og Noregs; það er Globen í Stokkhólmi og Spektrum í Ósló. Þessar hallir eiga það báðar sameiginlegt að hafa hýst Eurovision-keppni. Spurður hvort íslenskir söngvarar muni koma við sögu efast Samúel um það, sýningarnar verði byggðar upp með söngfuglum hvers lands. Hann gerir sér jafnframt vonir um að Sissel Kyrkjebø verði þeim innan handar við tónleikahaldið. „Hún var búin að lýsa því yfir að hún ætlaði að taka sér frí í tvö ár en gerði alveg sérstaka undantekningu fyrir Ísland," segir Samúel. Frostrósir hafa slegið í gegn hér á landi og árið í ár var engin undantekning. Allt tal um kreppu og samdrátt virðist því ekki eiga við rök að styðjast þegar kemur að þessum jólatónleikum. „Við fengum 27 þúsund gesti í fyrra og ég reikna með að við náum þeirri tölu aftur." Viðskiptablaðið birti í október frétt þess efnis að Frostrósar-tónleikarnir myndu velta 250 milljónum króna í miðasölu en Samúel segir þá tölu aðeins of háa, hún sé á bilinu 150 til 170 milljónir. „En kostnaðurinn er líka gríðarlegur. Síðustu tvö ár hafa hins vegar verið nokkuð góð og við höfum komið út réttum megin við núllið," segir Samúel.Sissell Kyrkjebo.Fjórir Frostrósar Klassík-tónleikar fóru fram í Hörpu um síðustu helgi þar sem Kyrkjebø söng með íslenskum söngvurum. Orðrómur var á kreiki um að brögð hefðu verið í tafli með þriðju tónleikana sem voru um miðjan dag á sunnudeginum en á vefsíðunni midi.is var auglýst að uppselt væri á þá. Samúel segir að þeir tónleikar hafi verið keyptir af fjórum fyrirtækjum, þeir voru styttri eða aðeins fimmtíu mínútur. Hann þvertekur því fyrir að einhverjum blekkingum hafi verið beitt. „Við veltum því fyrir okkur hvort við ættum að setja þessa tónleika á netið og ákváðum að gera það." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Sjá meira