Baltasar þriðji í skíðakeppni í Frakklandi 16. desember 2011 11:30 Í góðum félagsskap Baltasar gerir sig kláran fyrir skíðakeppnina í frönsku Ölpunum, en hann hafnaði í þriðja sæti í stórsviginu, var aðeins sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. mynd/pidz Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg Fréttir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira
Baltasar Kormákur hafnaði í þriðja sæti í skíðakeppni kvikmyndaframleiðenda, leikstjóra og annarra kvikmyndamógúla sem haldin var í tengslum við Les Arcs-kvikmyndahátíðina, en Baltasar var þar að kynna kvikmynd sína, Djúpið. Leikstjórinn þykir liðtækur skíðakappi en mátti lúta í lægra haldi fyrir sér reyndari köppum, þeim Denis Antoine og Grégory Faes. „Ég var bara nokkrum sekúndubrotum frá fyrsta sætinu. Ég var á sömu sekúndunni,“ segir Baltasar í samtali við Fréttablaðið, en hann var þá nýkominn heim til Íslands. Hann segir keppnina hafa verið harða, en leikstjórinn náði tímanum 34,8 sekúndur í stórsvigi. „Stóru mistökin voru auðvitað að vera á svigskíðum en ekki stórsvigsskíðum, þau drógu úr hraðanum.“ Les Arcs í Savoie er eitt besta skíðasvæði Evrópu og þar renndu Baltasar og eiginkona hans, Lilja Pálmadóttir, sér niður snæviþaktar hlíðarnar milli þess sem leikstjórinn kynnti Djúpið. Allir þátttakendur í skíðakeppninni voru leystir út með gjöfum, fengu boli, húfur, vettlinga og flösku af einum þekktasta drykk héraðsins, Chartreuse. Baltasar á sér reyndar fortíð úr skíðaheiminum, hann æfði skíðaíþróttina af kappi með Breiðabliki þegar hann var yngri. „En svo lagði ég skíðin á hilluna og renndi mér ekki í fimmtán ár.“ Baltasar er nú á leiðinni til New York, þar sem hann mun taka þátt í viðtölum með Mark Wahlberg í kringum kynningar á kvikmyndinni Contraband, en hún verður frumsýnd eftir tæpan mánuð. - fgg
Fréttir Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Sjá meira