Lofar betri Bond 15. desember 2011 12:00 Lætur að sér kveða Daniel Craig dregur ekkert undan í viðtölum um þessar mundir og lofar því að Skyfall verði betri en Quantum of Solace. Daniel Craig hefur lofað því að Bond-myndin Skyfall verði betri en Quantum of Solace, síðasta Bond-mynd leikarans. Craig hefur verið ansi stóryrtur í viðtölum að undanförnu og sagði meðal annars Kardashian-fjölskylduna vera heimska. Hann dró því ekkert undan þegar hann var spurður um Quantum of Solace en myndin olli talsverðum vonbrigðum eftir að Casino Royale hafði hleypt Bond-myndunum aftur á skeið. Verkfall handritshöfunda setti stórt strik í reikninginn og þegar tökur hófust var handritið bara hálfgerð beinagrind. „Við gátum ekkert gert, allir höfundar voru í verkfalli. Þetta er eitt af því sem þú vilt aldrei lenda í,“ segir Craig sem endaði á því að skrifa nokkrar senur sjálfur ásamt leikstjóranum Marc Forster. „Trúðu mér, ég er enginn handritshöfundur.“ Hann upplýsir jafnframt að myndin hafi orðið að mun meiri framhaldsmynd en hún átti að verða í upphafi. Þess vegna hafi til að mynda verið ákveðið að hvíla Quantum-söguþráðinn í Skyfall en glæpasamtökin umsvifamiklu komu við sögu í hinum myndunum tveimur. „Það skiptir mig miklu máli að gera alltaf betur næst,“ segir Craig sem lofar einnig samstarfið við leikstjórann Sam Mendes. „Hann er alinn upp við James Bond eins og ég. Og við vorum yfirleitt alltaf á sama máli um eftirminnileg atriði úr gömlum Bond-myndum,“ segir Craig sem verður næst hægt að sjá í Karlar sem hata konur eftir David Fincher um þessi jól. - fgg Lífið Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira
Daniel Craig hefur lofað því að Bond-myndin Skyfall verði betri en Quantum of Solace, síðasta Bond-mynd leikarans. Craig hefur verið ansi stóryrtur í viðtölum að undanförnu og sagði meðal annars Kardashian-fjölskylduna vera heimska. Hann dró því ekkert undan þegar hann var spurður um Quantum of Solace en myndin olli talsverðum vonbrigðum eftir að Casino Royale hafði hleypt Bond-myndunum aftur á skeið. Verkfall handritshöfunda setti stórt strik í reikninginn og þegar tökur hófust var handritið bara hálfgerð beinagrind. „Við gátum ekkert gert, allir höfundar voru í verkfalli. Þetta er eitt af því sem þú vilt aldrei lenda í,“ segir Craig sem endaði á því að skrifa nokkrar senur sjálfur ásamt leikstjóranum Marc Forster. „Trúðu mér, ég er enginn handritshöfundur.“ Hann upplýsir jafnframt að myndin hafi orðið að mun meiri framhaldsmynd en hún átti að verða í upphafi. Þess vegna hafi til að mynda verið ákveðið að hvíla Quantum-söguþráðinn í Skyfall en glæpasamtökin umsvifamiklu komu við sögu í hinum myndunum tveimur. „Það skiptir mig miklu máli að gera alltaf betur næst,“ segir Craig sem lofar einnig samstarfið við leikstjórann Sam Mendes. „Hann er alinn upp við James Bond eins og ég. Og við vorum yfirleitt alltaf á sama máli um eftirminnileg atriði úr gömlum Bond-myndum,“ segir Craig sem verður næst hægt að sjá í Karlar sem hata konur eftir David Fincher um þessi jól. - fgg
Lífið Mest lesið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Tónlist Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Frægar í fantaformi Lífið Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lífið Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Lífið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Fleiri fréttir „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Sjá meira