Paradísarmissi slegið á frest 15. desember 2011 16:00 Frestað Paradísarmissi með Bradley Cooper hefur verið frestað um óákveðinn tíma en kynþokkafyllsti maður heims átti að leika sjálfan Lúsifer. Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pictures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnaðaráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífsins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúrekamyndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal annars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg Lífið Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira
Það er ekki bara tóm gleði hjá Bradley Cooper þótt hann hafi verið valinn kynþokkafyllsti karlmaður heims því kvikmynd hans, Paradise Lost, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Framleiðslufyrirtækið Legendary Pictures tók þessa ákvörðun eftir að forsvarsmönnum þess þótti einsýnt að kvikmyndin myndi sprengja kostnaðaráætlunina sem hljóðar upp á 120 milljónir dollara. Cooper átti að leika sjálfan Lúsifer en myndin er innblásin af frægum ljóðabálki eftir John Milton. Leikstjórinn Alex Proyas hafði gert viðamiklar ráðstafanir og áttu tökur að hefjast í Ástralíu innan skamms þegar kallið kom og myndinni var slegið á frest. Aðstandendur myndarinnar hafa lýst því yfir að þessi ákvörðun sé bara tímabundin, unnið sé hörðum höndum að því að lækka framleiðslukostnaðinn og því muni tökur hefjast innan skamms. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem jafnstór mynd er látin ganga gegnum hreinsunareld niðurskurðarhnífsins. Disney tilkynnti á árinu að fyrirtækið hygðist skoða fjármögnun hasar-kúrekamyndarinnar Lone Ranger örlítið betur en Jerry Bruckheimer og Gore Verbinski stóðu að myndinni. Kostnaðurinn við þá mynd var sagður geta sprengt 250 milljón dollara markið en Bruckheimer og Verbinski eru sannfærðir um að þeir geti lækkað hann niður í 215 milljónir, meðal annars með því að semja upp á nýtt við aðalleikarann, Johnny Depp. - fgg
Lífið Mest lesið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Sjá meira