Miðbæjarrotta í Eurovision 15. desember 2011 13:15 Stendur við stóru orðin Rósa Birgitta Ísfeld sagðist vilja taka þátt í Eurovision ef land eins og Aserbaídsjan bæri sigur úr býtum. Það kom á daginn og Rósa mun syngja lag Sveins Rúnars Sigurðssonar í undankeppni Söngvakeppni Sjónvarpsins.Fréttablaðið/Rósa „Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira
„Ég var mikill Eurovision-aðdáandi þegar ég var lítil og kunni öll lögin utan að,“ segir Rósa Birgitta Ísfeld, söngkona Feldberg og Sometime. Rósa tekur þátt í forkeppni Eurovision, en hún mun syngja eitt þriggja laga Sveins Rúnars Sigurðssonar. Íris Hólm og Magni Ásgeirsson munu syngja hin lögin tvö. Rósa sagði lagið sjálft vera leyndarmál, það myndi bara koma í ljós hvernig það hljómaði, en tók skýrt fram að hún myndi ekki syngja eitthvað sem henni þætti ekki gott. Þetta væri ekki einhver Celine Dion-slagari. „Ég leyfði Einari [Tönsberg] að heyra það og hann gaf grænt ljós á það líka, fannst það bara flott.“ Seint verður sagt að Rósa geti talist með dæmigerðum Eurovision-þátttakendum. Nærtækara væri kannski að flokka hana sem dæmigerða miðbæjarrottu. Eða hvað? „Ég væri til í að taka þátt í Eurovision á næsta ári ef eitthvert skemmtilegt land vinnur keppnina. Helst land eins og Aserbaídsjan.“ Þetta sagði Rósa nefnilega í viðtali við Föstudag, fylgiblað Fréttablaðsins, daginn áður en keppnin fór fram í Ósló fyrr á þessu ári. Rósu varð að ósk sinni, Eldar & Nigar sigruðu með laginu Running Scared og þar með höfðu örlögin gripið í taumana hvað söngkonuna varðar. „Þetta var djók innan sviga, ég er í Eurovision-partíhópi sem horfir alltaf saman á keppnina og ég hugsaði af hverju ég gæti ekki farið í þessa keppni. Ég vildi hins vegar fara til einhvers spennandi lands, það er ekkert stuð að fara til Þýskalands,“ segir Rósa. Vinum Rósu þykir þátttaka hennar eilítið skondin en sjálf gefur hún lítið fyrir staðalímyndir Eurovision-keppandans, bendir meðal annars á að Halla Margrét hafi verið einn af sínum eftirlætiskeppendum og ekki hafi hún verið týpísk. „Ég horfði á undirbúningsþátt þegar Jóhanna Guðrún var að keppa og sá þegar þeir voru að setja saman sviðið. Þá velti ég því fyrir mér hvort það yrði ekki mikið ævintýri að standa á svona sviði. Ég væri allavega til í að sjá hvernig þetta er allt sett saman og kynnast því hvernig umgjörðin er í kringum þessa keppni.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Sjá meira