Britney Spears lauk tónleikaferð sinni um heiminn með stæl í San Juan í Púertó Ríkó á dögunum. Í lokalaginu tók hún stórfjölskylduna sína upp á svið sem dillaði sér við tónlistina fyrir mörg þúsund áhorfendur.
Synir Spears eru fimm og sex ára og skemmtu sér vel með eyrnatappa í eyrunum með móður sinni á sviði. Einnig voru þar kærasti Spears, umboðsmaðurinn Jason Trawick, móðir hennar Lynne Irene, litla systirin Jamie Lynne og dóttir hennar Maddie á sviðinu og fögnuðu endalokum Femme Fatale-tónleikaferðalagsins.
Britney tók fjölskylduna upp á svið
