Glæpasagnadrottningin veltir kónginum úr sessi 14. desember 2011 12:00 Yrsa Sigurðardóttir átti mest seldu bók landsins í síðustu viku, Brakið. Þetta er í annað sinn sem hún veltir Arnaldi Indriðasyni úr efsta sætinu. Óhætt er að tala um tveggja turna tal í sölu á glæpasögum fyrir jólin. „Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira
„Ég hélt að ég hefði fengið mitt tækifæri fyrir hálfum mánuði og að ég fengi ekki slíkt aftur þannig að ég er himinlifandi með þetta," segir Yrsa Sigurðardóttir rithöfundur. Yrsa hefur oft verið kölluð Glæpasagnadrottning Íslands og hún stendur vel undir nafni um þessar mundir. Bók hennar, Brakið, var mest selda skáldsaga landsins í síðustu viku og velti hún þar með sjálfum glæpasagnakónginum Arnaldi Indriðasyni úr sessi. Arnaldur hefur einokað toppsætið undanfarin ár. Athyglisvert er að þetta er í annað sinn á þremur vikum sem Yrsa skákar Arnaldi en í fyrra skiptið var listinn ekki birtur. Bók Arnaldar, Einvígið, situr í öðru sæti yfir mest seldu bækur ársins en þar er bók Yrsu í fjórða sæti. Það er því ótímabært að afskrifa hinn sívinsæla Arnald en auknar vinsældir Yrsu eru óumdeildar. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins sem gefur bækur Arnaldar út, vildi ekki tjá sig um málið í gær. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda Yrsu, Pétri Má Ólafssyni, stendur til að prenta Brakið í 22 þúsundum eintaka. Hann á von á því að þau eintök verði horfin á aðfangadag. Vaka-Helgafell, útgefandi Arnaldar, lét prenta 23.500 eintök þannig að ef að líkum lætur munu Íslendingar fjárfesta í 45 þúsundum eintökum af þessum tveimur bókum fyrir rúmlega 215 milljónir íslenskra króna. „Þetta er auðvitað bara mjög skemmtilegt og léttir okkar lund. Við erum búin að selja á annan tug þúsunda sem er töluvert meira en Ég man þig," segir Pétur Már en sú bók var mest selda bók Yrsu frá upphafi. Ég man þig er reyndar enn ein af mest seldu bókum ársins, situr í sjötta sæti heildarlistans. Yrsa getur því vel við unað þótt hún geri lítið úr samkeppninni við Arnald. „Hún er ekki á milli okkar, maður verður fyrst og fremst að hugsa um sjálfan sig. Hver bók er einstakt verk og þó að það gangi vel núna er það ekki öruggt að það gangi vel næst. Það er miklu erfiðara að koma sér að verki þegar það gengur svona vel því maður veit að á einhverjum tímapunkti hefur maður náð toppnum og þá kvíðir maður ferðinni niður." freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Svona var fjögurra rétta matseðillinn Lífið Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Guðni Th. orðinn afi Lífið Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Tíska og hönnun Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið Fleiri fréttir Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Sjá meira