Ætlaði að hætta að dansa vegna langvinnra veikinda 13. desember 2011 09:00 Í sKÝJUNUM MEÐ SIGURINN Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið, en hún hefur þjáðst af hjartagalla síðan hún var ellefu ára gömul og ætlaði að hætta að dansa í vor.Fréttablaðið/valli Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is Lífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira
Berglind Ýr Karlsdóttir hlaut flest atkvæði þjóðarinnar og stóð uppi sem sigurvegari í sjónvarpsþættinum Dans dans dans um helgina. Hjartagalli Berglindar gerði það að verkum að hún ætlaði að leggja dansskóna á hilluna síðastliðið vor. „Þetta kom mér svo mikið á óvart og ég vil koma á framfæri óendanlegu þakklætu til þjóðarinnar fyrir stuðninginn,“ segir Berglind Ýr Karlsdóttir, en hún fór með sigur af hólmi í þættinum Dans dans dans á laugardagskvöldið. Berglind Ýr er á samtímadansbraut í Listaháskólanum en hún hefur stundað dans og fimleika síðan hún var kornung. Berglind sýndi frumsamið nútímadansverk á laugardagskvöldið og heillaði áhorfendur með einlægum dansi sínum. „Ég var númer níu í röðinni og var næstum hætt við að fara fram á svið því allir hinir voru með svo flott atriði. Þetta var hörkukeppni og mjög skemmtilegt í alla staði,“ segir Berglind Ýr, en hún hlaut eina milljón króna í verðlaunafé sem hún ætlar sér að nýta í eitthvað tengt dansinum. „Ég ætla að nota það til að afla mér frekari menntunar, annað hvort fara á sumarnámskeið næsta sumar eða skoða áframhaldandi nám erlendis eftir útskrift.“ Í vor íhugaði Berglind að leggja dansskóna alfarið á hilluna þar sem langvinn veikindi hennar settu strik í reikninginn. Berglind hefur þjáðst af gollurshúsbólgu, sem er bólga í bandvefshulstri kringum hjartað, síðan hún var ellefu ára gömul. Berglind er á lyfjum og sterum til að halda sjúkdómnum í skefjum en lyfjunum fylgja slæmar aukaverkanir, sérstaklega þegar dans er manns ær og kýr. „Lyfin hafa slæm áhrif á líkamann, til dæmis á beinin og vöðvana. Í vor var ég orðin langþreytt á að þurfa ítrekað að byrja aftur á byrjunarreit og langaði að snúa mér að öðru. Svo sá ég auglýsingar fyrir þáttinn og ákvað að gefa allt í dansinn í eitt ár í viðbót,“ segir Berglind, sem er í skýjunum með sigurinn og lítur á hann sem skilaboð um að halda áfram á þessari braut. Athyglin á dansheiminum hér á landi hefur aukist í kjölfar þáttanna og Berglind hefur orðið vör við bæði jávætt og neikvætt umtal í kjölfar sigursins. „Maður er að fylgjast með á netinu og það er ómetanlegt að fá allan þennan stuðning. Því miður hef ég líka orðið vör við að fólk haldi að ég hafi sigrað út af vorkunnsemi en ég vona ekki. Ég vona að ég hafi unnið út á dansinn minn.“ alfrun@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Lífið Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Bíó og sjónvarp Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu Lífið Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lífið Elegant eftirréttur sem hlýjar um hjartarætur Matur Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Lífið Nýir réttir Serrano aðgengilegir í LifeTrack appinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Troðningur á yfirfullri opnun: „Þetta var svolítið kreisí“ Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Barist upp á líf og dauða „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Langþráður draumur verður að veruleika Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Betra að vera blankur nemi í New York Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Sjá meira