Öll fallegu orðin Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. skrifar 23. desember 2011 14:00 Valeyrarvalsinn. Bækur. Valeyrarvalsinn. JPV. Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson. „Ég er löngu dauður. Ég ætti að vera fyrir löngu slokknaður og kannski er ég það líka en hef bara ekki áttað mig á því enn. Ég er bara vitund,“ (7) segir sögumaður Valeyrarvalsins, sem fylgist af alúð með þorpinu sínu og íbúum þess. Valeyrarvalsinn er sagnasveigur, sextán sögur sem tengjast, og gerast allar á sömu tveimur mínútunum í þorpinu Valeyri. Kórstjórinn Kata hjólar niður eftir Strandgötunni á leiðinni í Samkomuhúsið þar sem verða tónleikar um kvöldið og hún hjólar „í gegnum“ allar sögurnar. Það er táknrænt í mörgum skilningi (og skemmtilegt í því ljósi að í öllum bókum Guðmundar Andra Thorssonar koma fyrir kvenpersónur með nafninu Kata – eða Katrín). Hinir væntanlegu tónleikar sameina fólkið, tónlistin ómar í höfðum þess. Kata hefur nefnilega „fundið milli lófa sér þennan viðkvæma hljóm. Valeyrarhljóminn.“ (10) Þorpslífinu er lýst fagurlega og sagt af þorpsbúum og þeirra stússi. Hvernig fólk tekur á erfiðleikunum sem lífið færir því, hvernig menn ná ekki sambandi, hvernig hægt er að vera saman en dvelja samt í tveimur heimum. Hvernig maðurinn er alltaf einn. „Það er svo erfitt að vera manneskja, Salka mín,“ skrifaði HKL og margar persónur Valeyrarvalsins eiga sannarlega erfitt. Þær þrá að eignast barn en geta það ekki, þær glíma við spilafíkn og drykkjuskap, þær halda framhjá og yfirgefa fólk sem þarf á þeim að halda. Þær hafa líka sjálfar verið misnotaðar og særðar. Þær dreymir um annað líf en megna ekki að breyta neinu. Sagt er að það sé höfuðsynd rithöfundar að þykja ekki vænt um persónur sínar. Guðmundur Andri er ekki syndugur rithöfundur í þessu tilliti. Þvert á móti sýnir hann persónum sínum föðurlega umhyggju (svona „pabbi skilur drenginn“ viðhorf). Manneskjur geta verið svo miklir vitleysingar, svo mikil grey. En það er alltaf ástæða fyrir því að þær hegða sér eins og þær gera og ef staldrað er við í stað þess að dæma kemur ýmislegt óvænt í ljós. Væntumþykja höfundarins í garð persóna sinna smitast líka yfir til lesandans, sem fær áhuga á þessu fólki og er alls ekki sama um það. Það er hollt að lesa um Lífið með öllum þess gæðum og göllum. Þegar sagt er af brothættum manneskjum eru fáir höfundar sem sýna meiri nærgætni en Guðmundur Andri Thorsson. Og þeir eru mjög fáir sem kunna að skrifa svona fallegan texta. Raunar eru hálfgerð helgispjöll að vera að lesa þessa bók nú í byrjun desember, vegna þess að Valeyrarvalsinn er aðfangadagskvöldsbók. Hún er sparibók sem maður les með kjötsvima og konfekti, þegar síðustu tónar útvarpsmessunnar eru þagnaðir og værðin færist yfir. Valeyrarfólkið fylgir manni svo inn í nóttina og býr lengi í hugskotinu. Niðurstaða: Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og seltu og mannlegri þrá. Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bækur. Valeyrarvalsinn. JPV. Höfundur: Guðmundur Andri Thorsson. „Ég er löngu dauður. Ég ætti að vera fyrir löngu slokknaður og kannski er ég það líka en hef bara ekki áttað mig á því enn. Ég er bara vitund,“ (7) segir sögumaður Valeyrarvalsins, sem fylgist af alúð með þorpinu sínu og íbúum þess. Valeyrarvalsinn er sagnasveigur, sextán sögur sem tengjast, og gerast allar á sömu tveimur mínútunum í þorpinu Valeyri. Kórstjórinn Kata hjólar niður eftir Strandgötunni á leiðinni í Samkomuhúsið þar sem verða tónleikar um kvöldið og hún hjólar „í gegnum“ allar sögurnar. Það er táknrænt í mörgum skilningi (og skemmtilegt í því ljósi að í öllum bókum Guðmundar Andra Thorssonar koma fyrir kvenpersónur með nafninu Kata – eða Katrín). Hinir væntanlegu tónleikar sameina fólkið, tónlistin ómar í höfðum þess. Kata hefur nefnilega „fundið milli lófa sér þennan viðkvæma hljóm. Valeyrarhljóminn.“ (10) Þorpslífinu er lýst fagurlega og sagt af þorpsbúum og þeirra stússi. Hvernig fólk tekur á erfiðleikunum sem lífið færir því, hvernig menn ná ekki sambandi, hvernig hægt er að vera saman en dvelja samt í tveimur heimum. Hvernig maðurinn er alltaf einn. „Það er svo erfitt að vera manneskja, Salka mín,“ skrifaði HKL og margar persónur Valeyrarvalsins eiga sannarlega erfitt. Þær þrá að eignast barn en geta það ekki, þær glíma við spilafíkn og drykkjuskap, þær halda framhjá og yfirgefa fólk sem þarf á þeim að halda. Þær hafa líka sjálfar verið misnotaðar og særðar. Þær dreymir um annað líf en megna ekki að breyta neinu. Sagt er að það sé höfuðsynd rithöfundar að þykja ekki vænt um persónur sínar. Guðmundur Andri er ekki syndugur rithöfundur í þessu tilliti. Þvert á móti sýnir hann persónum sínum föðurlega umhyggju (svona „pabbi skilur drenginn“ viðhorf). Manneskjur geta verið svo miklir vitleysingar, svo mikil grey. En það er alltaf ástæða fyrir því að þær hegða sér eins og þær gera og ef staldrað er við í stað þess að dæma kemur ýmislegt óvænt í ljós. Væntumþykja höfundarins í garð persóna sinna smitast líka yfir til lesandans, sem fær áhuga á þessu fólki og er alls ekki sama um það. Það er hollt að lesa um Lífið með öllum þess gæðum og göllum. Þegar sagt er af brothættum manneskjum eru fáir höfundar sem sýna meiri nærgætni en Guðmundur Andri Thorsson. Og þeir eru mjög fáir sem kunna að skrifa svona fallegan texta. Raunar eru hálfgerð helgispjöll að vera að lesa þessa bók nú í byrjun desember, vegna þess að Valeyrarvalsinn er aðfangadagskvöldsbók. Hún er sparibók sem maður les með kjötsvima og konfekti, þegar síðustu tónar útvarpsmessunnar eru þagnaðir og værðin færist yfir. Valeyrarfólkið fylgir manni svo inn í nóttina og býr lengi í hugskotinu. Niðurstaða: Undurfalleg saga, sem ilmar af sól og seltu og mannlegri þrá.
Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira