Óður til kynlífs og hvöt gegn klámi 22. desember 2011 22:00 Sigríður Jónsdóttir segist hafa verið knúin áfram af innri þörf til að skrifa ljóðabók um kynlíf. Fréttablaðið/Stefán Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir. Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf er undirtitill Kanils, annarrar ljóðabókar Sigríðar Jónsdóttur, bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstungum. Undirtitillinn lýgur engu, kvæðin eru mörg hver blautleg, til dæmis ljóðið um elskuhugann sem er „ófeiminn eins og bráðger foli/ ógeltur í apríl" og gerir sitthvað með „sprota sínum" sem ekki er hafandi eftir í borgaralegu dagblaði. Spurð hvað hafi orðið til þess að hún orti bók hún kynlíf segist Sigríður einfaldlega hafa neyðst til þess. „Eins og með allt sem ég yrki, það er þessi knýjandi innri þörf skáldsins og þetta efni sótti mjög fast að mér." Fyrri ljóðabók hennar, Einnar báru vatn, kom út 2005. Hún var að sögn Sigríðar „venjuleg ljóðabók" um ýmislegt efni, en sum ljóðanna í Kanil voru ort meðfram. „Ég ákvað aftur á móti að gefa þessi ljóð út sér, þau styngju kannski of mikið í stúf í hinni bókinni." Sigríður segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við bókinni. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu vel henni hefur verið tekið; ólíklegustu sveitungar mínir hafa lýst yfir ánægju sinni og fallið þetta í geð. Ég verð ekki vör við að fólk sé feimið við þetta efni. Það tengist kannski því að mér fannst ég þurfa að yrkja þetta og aldrei koma neitt annað til greina en að gefa þetta út, því fyrst ég þurfti að skrifa þetta þyrfti einhver annar að lesa þetta. Það tel ég hafa verið raunin." Stigið milli hins fína og dólgslega getur verið vandratað þegar nautnir holdsins eiga í hlut og í ljóð Sigríðar dansa sum við roðmörkin. Sjálf segist hún líta á bókina sem „antíklám". „Ég er mjög frábitin klámi og er eiginlega í herferð gegn því. Þessi bók er fyrst og fremst óður til kynlífs og ástarinnar; kynæxlunin er samofin sögu lífs á jörðinni og þetta er elsta söguefni í heimi." Sigríður segist yrkja tiltölulega lítið. Hún hafi sett saman vísur og ljóð á unglingsaldri, hætt því en tekið upp þráðinn eftir tuttugu ára hlé og segir aldrei hafi annað hvarflað að sér en að reyna að fá það útgefið. „Ætli það sé ekki framhleypnin í mér, að minnsta kosti hefur mér aldrei dottið í hug að yrkja fyrir skúffuna. Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég hef ákveðið að taka mér fyrir hendur. Eitt af því var að skrifa bækur og það gekk eftir." Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir. Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf er undirtitill Kanils, annarrar ljóðabókar Sigríðar Jónsdóttur, bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstungum. Undirtitillinn lýgur engu, kvæðin eru mörg hver blautleg, til dæmis ljóðið um elskuhugann sem er „ófeiminn eins og bráðger foli/ ógeltur í apríl" og gerir sitthvað með „sprota sínum" sem ekki er hafandi eftir í borgaralegu dagblaði. Spurð hvað hafi orðið til þess að hún orti bók hún kynlíf segist Sigríður einfaldlega hafa neyðst til þess. „Eins og með allt sem ég yrki, það er þessi knýjandi innri þörf skáldsins og þetta efni sótti mjög fast að mér." Fyrri ljóðabók hennar, Einnar báru vatn, kom út 2005. Hún var að sögn Sigríðar „venjuleg ljóðabók" um ýmislegt efni, en sum ljóðanna í Kanil voru ort meðfram. „Ég ákvað aftur á móti að gefa þessi ljóð út sér, þau styngju kannski of mikið í stúf í hinni bókinni." Sigríður segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við bókinni. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu vel henni hefur verið tekið; ólíklegustu sveitungar mínir hafa lýst yfir ánægju sinni og fallið þetta í geð. Ég verð ekki vör við að fólk sé feimið við þetta efni. Það tengist kannski því að mér fannst ég þurfa að yrkja þetta og aldrei koma neitt annað til greina en að gefa þetta út, því fyrst ég þurfti að skrifa þetta þyrfti einhver annar að lesa þetta. Það tel ég hafa verið raunin." Stigið milli hins fína og dólgslega getur verið vandratað þegar nautnir holdsins eiga í hlut og í ljóð Sigríðar dansa sum við roðmörkin. Sjálf segist hún líta á bókina sem „antíklám". „Ég er mjög frábitin klámi og er eiginlega í herferð gegn því. Þessi bók er fyrst og fremst óður til kynlífs og ástarinnar; kynæxlunin er samofin sögu lífs á jörðinni og þetta er elsta söguefni í heimi." Sigríður segist yrkja tiltölulega lítið. Hún hafi sett saman vísur og ljóð á unglingsaldri, hætt því en tekið upp þráðinn eftir tuttugu ára hlé og segir aldrei hafi annað hvarflað að sér en að reyna að fá það útgefið. „Ætli það sé ekki framhleypnin í mér, að minnsta kosti hefur mér aldrei dottið í hug að yrkja fyrir skúffuna. Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég hef ákveðið að taka mér fyrir hendur. Eitt af því var að skrifa bækur og það gekk eftir."
Menning Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Fleiri fréttir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira