Flytur frumsamið jólalag fyrir nútímafjölskylduna Benedikt Bóas skrifar 9. desember 2011 06:00 Halldór er ánægður með að geta lagt söfnun UNICEF lið. Fréttablaðið/anton „Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011 Jólalög Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Sjá meira
„Jú, ég verð með í dagskránni,“ segir Halldór Gylfason leikari, sem mun frumflytja glænýtt frumsamið jólalag í kvöld í tilefni Dags rauða nefsins. Margir kannast eflaust við spurninguna sem Halldór veltir upp í laginu, sem er í óhefðbundnari kantinu og ber heitið Nútímafjölskyldujól. „Sko, við höfum öll þessa hugmynd um að þegar jólin hringi inn klukkan sex safnist pabbi og mamma og systkinin saman að jólaborðinu. Þannig er það náttúrulega í fæstum tilfellum. Á flestum heimilum eru það stjúppabbi, stjúpmamma og hálfsystkini sem setjast saman,“ segir Halldór, sem fékk hugmyndina að laginu fyrir ári. Hann segir að það hafi runnið upp fyrir sér að enginn hafi fjallað um þessa hlið jólanna þegar samstarfsfólk hans og vinir stóðu í ströngu við að skipuleggja og ráðstafa hvenær börnin ættu að vera hvar yfir hátíðarnar. „Sjálfur er ég ekki skilnaðarbarn og ekki börnin mín heldur, þannig að þetta er frekar hefðbundið hjá mér. En lagið fjallar um þetta púsluspil sem hin íslenska nútímafjölskylda stendur frammi fyrir þegar jólin nálgast og börnin fara að spyrja sig hvar þau verði um jólin.“ Halldór frumflytur lagið einn síns liðs í skemmtidagskránni sem sýnd verður í kvöld á Stöð 2, en í stúdíóútgáfu sem kemur út á næstu dögum nýtur hann liðsinnis Geirfuglanna. Hann segist ætla að fylgjast með dagskránni eins vel og hann getur. „Þetta er frábært framtak og verður rosalega skemmtilegt.“ Klippa: Halldór Gylfason - Nútímafjölskyldujól - Rauða nefið 2011
Jólalög Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Lífið samstarf Fleiri fréttir Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Sjá meira