Meiri breytingar 9. desember 2011 06:00 Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannréttindadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir því að líf án ofbeldis eru mannréttindi. Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi. UNICEF á Íslandi hefur bent á að í fyrra var tilkynnt um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum á 21 tíma fresti, oftar en einu sinni á dag var tilkynnt um ofbeldi gagnvart barni hér á landi. Ofbeldi er einhver stærsta ógn sem steðjar að íslenskum börnum. Til Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Stígamóta leita um 230 manneskjur ár hvert vegna nauðgana, og fleiri leita til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Í Kvennaathvarfið koma 300 til 400 konur árlega. Á þetta benti Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, í grein sem skrifuð var í Fréttablaðið vegna átaksins. Þar segir hún frá nýlegri rannsókn sem sýndi að 42 prósent íslenskra kvenna hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi. 22 prósent höfðu verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Á heimsvísu eru vandamálin auðvitað enn stærri. 603 milljónir kvenna búa í ríkjum sem telja heimilisofbeldi ekki glæp, eins og Michelle Bachelet, yfirmaður UN Women, benti á í annarri grein í Fréttablaðinu vegna átaksins. Hún bendir á fleiri sláandi staðreyndir: „Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun.“ Þrátt fyrir umfang vandans sem enn er til staðar verður líka að muna eftir árangrinum sem þó hefur náðst. Á örfáum árum hafa orðið gríðarlegar, jákvæðar breytingar í þessum málaflokki, ekki síst í viðhorfi fólks. Sífellt fleiri kjósa að greina frá ofbeldi og sífellt fleiri taka afstöðu með þolendum og gegn ofbeldi. Mikil umræða hefur farið fram um ofbeldismál undanfarin misseri, sem hefði verið óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Vissulega mætti umræðan þó oft vera hófstilltari, en umræður eru betri en þöggun. Ísland var í vor meðal fyrstu aðildarríkja Evrópuráðsins til að undirrita samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur á þessari baráttu heildstætt, en hann hefur ekki verið fullgildur enn. Margt hefur unnist en margt er enn eftir. Átök eins og það sem nú er að klárast verða áfram þörf. Þau geta opnað augu einstaklinga sem enn ekki sjá en þau geta líka gegnt því hlutverki að brýna stjórnvöld og samfélög til breytinga. Vonandi verða gerðar enn fleiri jákvæðar breytingar að loknu þessu átaki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefur nú staðið í fimmtán daga. Átakið hefst árlega á alþjóðadegi gegn kynbundnu ofbeldi og því lýkur á alþjóðlega mannréttindadaginn. Þetta er engin tilviljun, enda var meiningin að tengja þetta saman í hugum fólks og gera því grein fyrir því að líf án ofbeldis eru mannréttindi. Þetta á nefnilega til að gleymast. En barátta gegn kynbundnu ofbeldi má ekki afskrifast sem óþörf, væl eða sem barátta sem þegar hefur unnist. Þannig er það ekki, ekki einu sinni á Íslandi. UNICEF á Íslandi hefur bent á að í fyrra var tilkynnt um kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum á 21 tíma fresti, oftar en einu sinni á dag var tilkynnt um ofbeldi gagnvart barni hér á landi. Ofbeldi er einhver stærsta ógn sem steðjar að íslenskum börnum. Til Neyðarmóttöku vegna nauðgana og Stígamóta leita um 230 manneskjur ár hvert vegna nauðgana, og fleiri leita til Stígamóta vegna annars kynferðisofbeldis. Í Kvennaathvarfið koma 300 til 400 konur árlega. Á þetta benti Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra athvarfsins, í grein sem skrifuð var í Fréttablaðið vegna átaksins. Þar segir hún frá nýlegri rannsókn sem sýndi að 42 prósent íslenskra kvenna hafa verið beittar líkamlegu og/eða kynferðisofbeldi. 22 prósent höfðu verið beittar ofbeldi af maka eða fyrrverandi maka. Á heimsvísu eru vandamálin auðvitað enn stærri. 603 milljónir kvenna búa í ríkjum sem telja heimilisofbeldi ekki glæp, eins og Michelle Bachelet, yfirmaður UN Women, benti á í annarri grein í Fréttablaðinu vegna átaksins. Hún bendir á fleiri sláandi staðreyndir: „Á heimsvísu hafa allt að sex af hverjum tíu konum verið beittar ofbeldi og/eða kynferðislegu ofbeldi á ævinni. Meira en 60 milljónir stúlkna eru brúðir á barnsaldri og á bilinu 100 til 140 milljónir stúlkna og kvenna hafa verið beittar misþyrmingum á kynfærum. Margir foreldrar kjósa að eignast drengi og meira en 100 milljónir stúlkna „vantar“ vegna kynjavals fyrir fæðingu. Fleiri en 600.000 konur og stúlkur sæta mansali þvert á landamæri á hverju ári; mikill meirihluti þeirra til að enda í kynlífsþrælkun.“ Þrátt fyrir umfang vandans sem enn er til staðar verður líka að muna eftir árangrinum sem þó hefur náðst. Á örfáum árum hafa orðið gríðarlegar, jákvæðar breytingar í þessum málaflokki, ekki síst í viðhorfi fólks. Sífellt fleiri kjósa að greina frá ofbeldi og sífellt fleiri taka afstöðu með þolendum og gegn ofbeldi. Mikil umræða hefur farið fram um ofbeldismál undanfarin misseri, sem hefði verið óhugsandi fyrir ekki svo löngu síðan. Vissulega mætti umræðan þó oft vera hófstilltari, en umræður eru betri en þöggun. Ísland var í vor meðal fyrstu aðildarríkja Evrópuráðsins til að undirrita samning um að koma í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Þetta er fyrsti bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur á þessari baráttu heildstætt, en hann hefur ekki verið fullgildur enn. Margt hefur unnist en margt er enn eftir. Átök eins og það sem nú er að klárast verða áfram þörf. Þau geta opnað augu einstaklinga sem enn ekki sjá en þau geta líka gegnt því hlutverki að brýna stjórnvöld og samfélög til breytinga. Vonandi verða gerðar enn fleiri jákvæðar breytingar að loknu þessu átaki.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun