Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna 5. desember 2011 10:00 Ekki er úr ausinni... Guðmundur Kr. Ragnarsson lét sig ekki muna um að elda ofaní Game of Thrones-tökuliðið inní sendiferðarbíl uppá Svínafellsjökli. Hann sá um matinn fyrir Prometheus Ridley Scott og afgreiddi þar tuttugu þúsund máltíðir á fjórtán dögum. Meðal þeirra sem hafa fengið sér að borða hjá Guðmundi eru Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira