Lífið

Fagna með Reyka vodka í Bandaríkjunum

til í slaginn Jeff Who? spilar á R-Bar í New York mánudaginn 5. desember og á Bedford í Chicago þriðjudaginn 6. desember.Fréttablaðið/Valli
til í slaginn Jeff Who? spilar á R-Bar í New York mánudaginn 5. desember og á Bedford í Chicago þriðjudaginn 6. desember.Fréttablaðið/Valli
„Við vorum búnir að sjá fyrir okkur að geta klárað jólagjafainnkaupin en svo verður bara svo brjálað að gera,“ segir Bjarni Hall, söngvari hljómsveitarinnar Jeff Who? Sveitin er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún mun spila á tvennum tónleikum í New York og Chicago í samstarfi við Reyka vodka, auk þess að koma fram í fjölda blaða- og sjónvarpsviðtala.

Vodkaframleiðandinn fékk Jeff Who? til liðs við sig fyrir rúmu ári til að taka þátt í markaðssetningu vestanhafs. Í haust var Reyka vodki svo valinn sá besti í heimi á Alþjóðlegu vínkeppninni og til að kynna það og halda upp á sigurinn heldur hljómsveitin út og spilar á tónleikum sem bera yfirskriftina Iceland Wants to Buy You a Drink. „Ég held að þetta verði miklu skemmtilegra núna en áður þegar við höfum spilað í Bandaríkjunum. Þetta verður í raun bara gott partí, fólk mætir bara til að hlusta á tónlist og drekka. Þetta verður svolítið íslenskt,“ segir Bjarni og hvetur alla sem geta til að mæta því viðburðurinn er opinn öllum.

Hljómsveitin mun frumflytja tvö ný lög á tónleikunum í New York, sem ætti að gleðja aðdáendur því töluvert langt er síðan sveitin hefur gefið frá sér nýtt efni. Bjarni segir að viðbót nýs trommara í hópinn hafi verið sparkið í rassinn sem hljómsveitarmeðlimir þurftu til að fara að semja nýtt efni. „Það er ótrúlegt hvað þetta kom okkur í gang. Í raun og veru fundum við Grímsa (Hallgrímur Jón Hallgrímsson) á ættarmóti – hann gifti sig inn í fjölskylduna mína og við bjuggum til litla hljómsveit fyrir ættarmót. Þá kom í ljós að hann er frábær gaur og ennþá betri trommari. Þetta smellpassaði saman hjá okkur.“- bb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.