Raftónlistarhljómsveitin Reptilicus gaf fyrir skömmu út smáskífu í Kanada. Þar spilaði hún einnig á tónleikum og tók upp efni í hljóðverinu Grant Avenue Studio. Það var stofnað af Lanois-bræðrum en annar þeirra, Daniel, er þekktastur fyrir samstarf sitt við írsku rokkarana í U2. Útgáfutónleikar vegna smáskífunnar, sem er fyrsta útgáfa Reptilicus í þrettán ár, verða haldnir 9. desember á skemmtistaðnum Gauki á Stöng.

