Dýrt og erfitt en samt frábært 30. nóvember 2011 12:15 ný stuttskífa Hljómsveitin For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP.fréttablaðið/vilhelm Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb Lífið Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira
Síðrokkbandið For a Minor Reflection gaf fyrir skömmu út stuttskífuna EP sem inniheldur fjögur lög. Af því tilefni verða útgáfutónleikar á Faktorý í kvöld þar sem We Made God og Lockerbie koma einnig fram. EP er þriðja útgáfan frá hljómsveitinni. Áður hafa komið út plöturnar Reistu þig við, sólin er komin á loft og Höldum í átt að óreiðu, sem kom út í fyrra. „Mjög mikið af þessu efni er samið þegar við erum að túra, þegar við erum að dunda okkur í tölvunni. Við ákváðum að gefa út plötu til að eiga auðveldara með að fá gigg úti. Það tók tíu daga þetta ferli og síðan fórum við beint til Kína eftir það,“ segir gítarleikarinn Kjartan Holm. Þar spilaði sveitin á tvennum tónleikum á vegum Sonicbids. For a Minor Reflection hefur verið dugleg að kynna sig erlendis á þessu ári og hefur komið fram á mörgum tónlistarhátíðum, þar á meðal South By Southwest. Einnig hefur hún ferðast til Bandaríkjanna, meginlands Evrópu og Kína, eins og áður sagði. Alls eru tónleikarnir 29 talsins á árinu. „Við tókum skemmtilega hátíð í Sziget í Búdapest sem er með flottari festivölum í Evrópu að mínu mati,“ segir hann. Aðspurður vonast hann til að geta lifað eingöngu af tónlistinni í náinni framtíð. „Þetta er bara svo dýr bissness og erfiður en frábær engu að síður.“ Næsta tónleikaferð verður farin um Evrópu í lok febrúar á næsta ári og því enn fleiri ferðalög fram undan. „Ætli við verðum bara ekki áfram í þessari rútínu sem við erum búnir að vera í,“ segir Kjartan og kvartar ekki. „Þetta venst, maður er svo ungur og hraustur.“ - fb
Lífið Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Fleiri fréttir „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Sjá meira