Sálmur 81 - Guðs kristni í heimi 1. nóvember 2011 00:01 Wade - Valdemar V. Snævarr John F. Wade? 1743 Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága. Sjá, konungur englanna fæddur er. Himnar og heimar láti lof gjörð hljóma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði, einn getinn, ei skapaður, sonur er. Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti. ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Sjá, himnarnir opnast. Hverfur nætursorti, og himneskan ljóma af stjörnu ber. Heilagan lofsöng himinhvolfin óma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Á Betlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar. Guðs heilagur engill þeim fregn þá ber. Fæddur í dag er frelsari vor Kristur. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum, og dýrð sé hans syni, er fæddur er. Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi: Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Uppsett en óreglulegt Jól Gæðastund við skjaldbökubakstur Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Aðventukertin Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Grafin gæsabringa, síld og jólasnafs Jólin Marinerað sjávarréttakonfekt Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól Kóramót í miðborginni í kvöld Jól
Wade - Valdemar V. Snævarr John F. Wade? 1743 Guðs kristni í heimi, krjúp við jötu lága. Sjá, konungur englanna fæddur er. Himnar og heimar láti lof gjörð hljóma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Hann ljós er af ljósi, Guð af sönnum Guði, einn getinn, ei skapaður, sonur er. Orðið varð hold í hreinnar meyjar skauti. ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Sjá, himnarnir opnast. Hverfur nætursorti, og himneskan ljóma af stjörnu ber. Heilagan lofsöng himinhvolfin óma. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Á Betlehemsvöllum hirðar gættu hjarðar. Guðs heilagur engill þeim fregn þá ber. Fæddur í dag er frelsari vor Kristur. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér. Já, dýrð sé í hæðum Drottni, Guði vorum, og dýrð sé hans syni, er fæddur er. Lofsöngvar hljómi. - Himinhvolfin ómi: Ó, dýrð í hæstu hæðum. Ó, dýrð í hæstu hæðum. Guðs heilagi sonur, ó dýrð sé þér.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Uppsett en óreglulegt Jól Gæðastund við skjaldbökubakstur Jól Jólaboð Afa árið 1988 Jól Aðventukertin Jól Ljúffengar jólakræsingar Jól Grafin gæsabringa, síld og jólasnafs Jólin Marinerað sjávarréttakonfekt Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Skreytir húsið með 600 jólasveinum Jól Kóramót í miðborginni í kvöld Jól