Sálmur 74 - Gleð þig særða sál (Kirkjan ómar öll) 1. nóvember 2011 00:01 Sálmur 74 - Gleð þig særða sál (Kirkjan ómar öll) Stefán frá Hvítadal - Sb. 1945 GLEÐ þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf, þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lægir vonzku vind, slekkur beiskju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta' er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf. Jólahald Jólatónlist Mest lesið Smákökurnar slógu í gegn Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Brotið blað um jól Jólin Hin fyrstu jól Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól
Sálmur 74 - Gleð þig særða sál (Kirkjan ómar öll) Stefán frá Hvítadal - Sb. 1945 GLEÐ þig, særða sál, lífsins þrautum þyngd. Flutt er munamál, inn er helgi hringd. Minnstu komu Krists, hér er skuggaskil. Fagna komu Krists, flýt þér tíða til. Kirkjan ómar öll, býður hjálp og hlíf, þessi klukknaköll boða ljós og líf. Heyrið málmsins mál. Lofið Guð, sem gaf. Og mín sjúka sál verður hljóma haf. Flutt er orðsins orð, þagna hamarshögg. Yfir stormsins storð fellur Drottins dögg. Lægir vonzku vind, slekkur beiskju bál. Teygar lífsins lind mannsins særða sál. Kveikt er ljós við ljós, burt er sortans svið. Angar rós við rós, opnast himins hlið. Niður stjörnum stráð, engill fram hjá fer. Drottins nægð og náð boðin alþjóð er. Guð er eilíf ást, engu hjarta' er hætt. Ríkir eilíf ást, sérhvert böl skal bætt. Lofið Guð, sem gaf, þakkið hjálp og hlíf. Tæmt er húmsins haf, allt er ljós og líf.
Jólahald Jólatónlist Mest lesið Smákökurnar slógu í gegn Jól Jólahlaðborð á sænska vísu Jól Súkkulaði- kókoskökur Jól Steiktar rjúpubringur á kremuðu grænkáli með bláberjum og gráðosti Jól Gyðingakökur Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Jóladagatal Vísis: Þegar upp úr sauð hjá Árna Johnsen og Rottweilerhundunum Jólin Brotið blað um jól Jólin Hin fyrstu jól Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól